Þýskaland Íslenskir hestar heilluðu áhorfendur í Münster

  • 6. september 2024
  • Fréttir
Frumraun íslenskra hesta á "Móti meistaranna"

Síðasta sunnudag fór fram spennandi frumraun íslenska hestsins á  “Turnier der Sieger” (Mót meistaranna) við höllina í Münster í Mið-Þýskalandi.

Boðið kom frá elsta reiðklúbbi Þýskalands, sem stofnaður var árið 1835, eftir að fulltrúar þeirra höfðu séð lokaviðburð í Viking Masters mótaröðinni síðastliðið vor. Mótaröðin var styrkt af Horses of Iceland og haldið af EYJA og Eiðfaxi, fjölmargir aðilar komu að þátttöku þeirrar mótaraðar og gaman að sjá þegar hún ber slíkan ávöxt og færir okkur ný tækifæri í markaðsstarfi.

Hópur hæfileikaríkra hesta og knapa var settur saman af Henning Drath frá EYJA til að taka þátt í þessari sýningu en þátttakendur voru: Elisa Graf og Óskasteinn frá Habichtswald, Eric Winkler og Steinar frá Isterbergerhof, Johanna Beuk og Glanni frá Austurási og Lena Maxheimer og Tvistur frá Kjarna.

Frammistaða knapa og hesta var til fyrirmyndar á hinum ýmsu gangtegundum íslenska hestsins og áhorfendur tóku vel undir. Eftir þessa frábæru frumraun á viðburð sem hingað til hefur aðeins verið fyrir stórhestakyn í dressúr- reiðmennsku og hindrunarstökki er öruggt að íslenski hesturinn fær boð þangað að nýju.

Myndband sem tekið var saman af Eyja.net er aðgengilegt hér fyrir neðan.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar