Ísmót Neista á Svínavatni

Laugardaginn 22. mars eða sunnudaginn 23. mars verður haldið Ísmót á Svínavatni ef veður, ís og önnur skilyrði reynast í lagi. Fyrirhugað er að keppt verði í tölti á beinni braut þar sem ríða skal eina ferð á hægu tölti, tvær ferðir með hraðabreytingum milli tveggja hjólbarða og síðan ein ferð á frjálsum hraða. Þá verður bæjarkeppni þar sem leitað er að mesta gæðingnum og riðnar verða fjórar ferðir.
Ítarlegri auglýsing með upplýsingum um skráningar, endanlega dagsetningu ofl. verður birt á miðvikudaginn 19. mars. Mótið er öllum opið.