Íþróttakeppni heimil án áhorfenda

  • 14. janúar 2022
  • Fréttir
Heilbrigðisráðherra hefur hert sóttvarnaaðgerðir í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis í skugga útbreiðslu COVID-smita.

Nú er keppni í hestaíþróttum innanhúss að fara hefjast og því gott fyrir mótshaldara og aðra hagsmunaaðila að kynna sér nýju samkomutakmarkanir sem taka gildi nú á miðnætti.

Almennar samkomutakmarkanir fara í tíu manns úr tutttugu á miðnætti og verða áfram 2 metra nálægðarmörk á milli fólks ásamt grímuskyldu. Skólar halda áfram að vinna samkvæmt fyrri reglugerð. Heimild fyrir fleira fólk á viðburðum en samkomutakmarkanir heimila að undangengnum hraðprófum verða ekki lengur í gildi. Íþróttakeppnis verða heimilar áfram með 50 þátttakendum en án áhorfenda.

Í minnisblaði sóttvarnarlæknir segir ennfremur að þær aðgerðir sem hann telji að íhuga þurfi séu m.a. að íþróttakeppnir verði áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 50 manns. Sameiginleg búningsaðstaða verði opin. Gæta skal að því að búningsaðstaða sé þrifin og snertifletir sótthreinsaðir milli hópa. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað vel út nokkrum sinnum yfir daginn. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands setur sérsamböndum reglur um sóttvarnir og um framkvæmd æfinga og keppni í sínum greinum í samvinnu við sóttvarnalækni. Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins. Íþróttakeppni barna og fullorðinna verði heimilar án áhorfenda.

Reglurnar í hnotskurn

  • Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 10 manns.
  • Áfram 2 metra nálægðarmörk og óbreyttar reglur um grímuskyldu.
  • Áfram 20 manns að hámarki í rými á veitingastöðum og óbreyttur opnunartími.
  • Heimild til aukins fjölda með hraðprófum fellur brott.
  • Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði áfram með 50% afköst.
  • Íþróttakeppnir áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda.
  • Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar