Íþróttaknapi ársins

Tilnefndir í flokki íþróttaknapa ársins ásamt Birgittu Bjarnadóttur og Þorgeir Ólafssyni sem veittu verðlaun fyrir hönd Sumarliðabæjar sem gáfu verðlaun í þessum flokki
Íþróttaknapi ársins 2024 er Jakob Svavar Sigurðsson en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga og deildar hrossabænda innan BÍ sem haldin er í Gullhömrum. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:
„Jakob vann stóra sigra á árinu en meðal annars er hann tvöfaldur Íslandsmeistari þar sem hann sigraði slaktaumatölt á Hrefnu frá Fákshólum og gæðingaskeið á Erni frá Efri-Hrepp. Jakob sigraði töltið á Landsmóti með Skarp frá Kýrholti með einkunnina 9.39. Jakob Svavar er með frábæran heildar árangur í íþróttakeppni á árinu 2024 og hlýtur nafnbótina Íþróttaknapi ársins.“
Eiðfaxi óskar Jakobi Svavari innilega til hamingju með árangur ársins!
Aðrir tilnefndir voru:
- Árni Björn Pálsson
- Ásmundur Ernir Snorrason
- Guðmunda Ellen Sigurðardóttir
- Hans Þór Hilmarsson