Íþróttamót Borgfirðings er 20. maí

Íþróttamót Borgfirðings verður haldið 20. maí en búið er að opna fyrir skráningu á mótið. Mótið er opið öllum og eru eftirfarandi flokkar í boði:
- Pollaflokkur
- Barnaflokkur T7 og V5
- Unglingaflokkur T3 og V2
- Ungmennaflokkur T3, V2 og F2
- 2. flokkur T7 og V5
- 1. flokkur T3, V2 og F2
- Opinn flokkur T3, V2, F2, T4
Skráningargjald í alla flokka er 4000 kr. nema 2.500 í barnaflokk. Skráning í pollaflokk sendist á idunnsvansdottir@gmail.com
Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 17. maí. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina eða fella niður greinar sem lítil skráning er í.