Jakob meistarinn 2020

  • 21. júní 2020
  • Fréttir

Þá er æsispennandi Meistaradeild í hestaíþróttum lokið í ár eftir frekar skrítinn og strembinn vetur. Jakob Svavar Sigurðsson var með nokkuð örugga forustu fyrir lokakvöldið, náði að halda henni og stendur því uppi sem Meistarinn 2020. Jakob hlaut 48,5 stig en árangur hans var eftirfarandi:

 

Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti

Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum

Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti

Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti

Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili

Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni

Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti

 

Þetta er annað árið í röð sem Jakob sigrar deildina. Í öðru sæti var Viðar Ingólfsson með 35 stig og í því þriðja var Konráð Valur Sveinsson með 28 stig en til gamans má geta að Konráð safnaði einungis stigum í skeiðgreinunum.

 

Hér er hægt að sjá heildarniðurstöður úr einstaklingskeppninni

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar