Jakob og Skarpur efstir með 8,20 í tölti

Í dag var keppt í tölti T1, slaktaumatölti T2 og T4 og fimmgangi F2 á Brávöllum á Selfossi.
Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti áttu góða sýningu í forkeppni í tölti T1 í meistaraflokki og uppskáru 8,20 í einkunn. Efstir eftir forkeppni í tölti T1 í ungmennaflokki eru Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga.
Teitur Árnason og Úlfur frá Hrafnagili eru efstir í slaktaumatölti T2 í meistaraflokki en þeir hlutu 7,80 í einkunn. Keppt var líka í slaktaumatölti T4 í 1. flokki og unglingaflokki. Hermann Arason er efstur í 1. flokki á Gusti frá Miðhúsum með 7,00 í einkunn og Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson á Polku frá Tvennu er efstur í unglingaflokki með 6,80 í einkunn.
Einnig var keppt í forkeppni í fimmgangi F2 og stendur þar efstur Orri Arnarson á Beru frá Leirubakka með 5,80 í einkunn.
Mótið er nú hálfnað en því lýkur á mánudaginn. Á morgun verður keppt í forkeppni í tölti T3 og T7 og fimmgangi F2 áður en farið verður að keppa í B úrslitum.
Tölt T1
Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti 8,20
2 Teitur Árnason Dússý frá Vakurstöðum 7,93
3 Teitur Árnason Fjalar frá Vakurstöðum 7,87
4 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 7,83
5 Helga Una Björnsdóttir Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 7,80
6-7 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka 7,77
6-7 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti 7,77
8-10 Bergur Jónsson Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum 7,70
8-10 Helga Una Björnsdóttir Bylgja frá Barkarstöðum 7,70
8-10 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum 7,70
11-14 Páll Bragi Hólmarsson Viðja frá Geirlandi 7,57
11-14 Þorgeir Ólafsson Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 7,57
11-14 Arnar Bjarki Sigurðarson Logi frá Lerkiholti 7,57
11-14 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili Hvítársíðu 7,57
15 Viðar Ingólfsson Bylur frá Kvíarhóli 7,50
16-17 Hjörtur Ingi Magnússon Viðar frá Skeiðvöllum 7,30
16-17 Elvar Þormarsson Pensill frá Hvolsvelli 7,30
18-20 Bylgja Gauksdóttir Goði frá Garðabæ 7,27
18-20 Elsa Mandal Hreggviðsdóttir Dröfn frá Feti 7,27
18-20 Kristín Lárusdóttir Strípa frá Laugardælum 7,27
21 Ólafur Ásgeirsson Fengsæll frá Jórvík 7,23
22-23 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Fenrir frá Kvistum 7,20
22-23 Ólafur Andri Guðmundsson Salka frá Feti 7,20
24 Kristín Lárusdóttir Stígur frá Hörgslandi II 7,07
25-26 Friðdóra Friðriksdóttir Hallsteinn frá Hólum 7,00
25-26 Steingrímur Sigurðsson Hugur frá Hólabaki 7,00
27 Lena Zielinski Nemó frá Efra-Hvoli 6,93
28-30 Hanna Rún Ingibergsdóttir Ellert frá Baldurshaga 6,87
28-30 Benjamín Sandur Ingólfsson Elding frá Hrímnisholti 6,87
28-30 Ívar Örn Guðjónsson Dofri frá Sauðárkróki 6,87
31 Þórarinn Ragnarsson Valkyrja frá Gunnarsstöðum 6,83
32 Rakel Sigurhansdóttir Slæða frá Traðarholti 6,67
33 Sigursteinn Sumarliðason Atgeir frá Árheimum 6,57
34 Flurina Giovanna Barandun Svartalist frá Einhamri 2 6,53
35 Arnar Bjarki Sigurðarson Gyðja frá Sunnuhvoli 6,20
36 Eva María Aradóttir Drottning frá Hjarðarholti 0,00
Ungmennaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga 7,33
2 Jón Ársæll Bergmann Heiður frá Eystra-Fróðholti 7,27
3 Hekla Rán Hannesdóttir Grímur frá Skógarási 6,93
4 Signý Sól Snorradóttir Byrjun frá Halakoti 6,87
5 Herdís Björg Jóhannsdóttir Kjarnveig frá Dalsholti 6,83
6-7 Sigurður Baldur Ríkharðsson Trymbill frá Traðarlandi 6,73
6-7 Þórey Þula Helgadóttir Hrafna frá Hvammi I 6,73
8 Sigrún Högna Tómasdóttir Rökkvi frá Rauðalæk 6,70
9 Lilja Dögg Ágústsdóttir Nökkvi frá Litlu-Sandvík 6,67
10 Glódís Líf Gunnarsdóttir Kvartett frá Stóra-Ási 6,57
11 Glódís Líf Gunnarsdóttir Garún frá Þjóðólfshaga 1 6,53
12 Védís Huld Sigurðardóttir Glódís frá Litla-Garði 6,40
13 Hrund Ásbjörnsdóttir Rektor frá Melabergi 6,37
14 Lilja Dögg Ágústsdóttir Hraunar frá Litlu-Sandvík 6,30
15 Júlía Björg Gabaj Knudsen Alsæll frá Varmalandi 6,00
16 Eydís Ósk Sævarsdóttir Heiða frá Skúmsstöðum 5,93
17 Embla Sól Kjærnested Aska frá Hrísnesi 5,43
Tölt T2
Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Teitur Árnason Úlfur frá Hrafnagili 7,80
2-3 Þorgeir Ólafsson Hilmir frá Árbæjarhjáleigu II 7,60
2-3 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum 7,60
4 Ólafur Andri Guðmundsson Draumur frá Feti 7,50
5 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað 7,47
6 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi 7,43
7 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 7,33
8-9 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,23
8-9 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal 7,23
10 Arnar Bjarki Sigurðarson Magni frá Ríp 7,17
11-13 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni 7,10
11-13 Hrefna María Ómarsdóttir Kopar frá Álfhólum 7,10
11-13 Viðar Ingólfsson Fjölnir frá Hólshúsum 7,10
14 Rakel Sigurhansdóttir Slæða frá Traðarholti 6,97
15-16 Hjörvar Ágústsson Gýmir frá Skúfslæk 6,90
15-16 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Skál frá Skör 6,90
17 Lena Zielinski Lína frá Efra-Hvoli 6,83
18 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Þór frá Hekluflötum 6,70
19 Viðar Ingólfsson Dagur frá Sumarhóli 6,57
20-21 Rakel Sigurhansdóttir Blakkur frá Traðarholti 6,47
20-21 Carolin Annette Boese Freyr frá Kvistum 6,47
22 Glódís Rún Sigurðardóttir Tristan frá Stekkhólum 0,00
Tölt T4
1. flokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Hermann Arason Gustur frá Miðhúsum 7,00
2 Soffía Sveinsdóttir Hrollur frá Hrafnsholti 6,07
3 Fríða Hansen Tign frá Leirubakka 5,87
4 Sigurlín F Arnarsdóttir Hraunar frá Herríðarhóli 5,03
5 Bryndís Guðmundsdóttir Villimey frá Hveragerði 4,90
6 Þórunn Ösp Jónasdóttir Víkingur frá Hrafnsholti 4,83
Unglingaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Polka frá Tvennu 6,80
2 Hákon Þór Kristinsson Kolvin frá Langholtsparti 6,43
3 Vigdís Anna Hjaltadóttir Gljái frá Austurkoti 5,90
4-5 Unnur Rós Ármannsdóttir Djarfur frá Ragnheiðarstöðum 5,20
4-5 Anton Óskar Ólafsson Gosi frá Reykjavík 5,20
6 Friðrik Snær Friðriksson Vallá frá Vallanesi 4,63
Fimmgangur F2
2. flokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Orri Arnarson Bera frá Leirubakka 5,80
2 Theódóra Þorvaldsdóttir Snædís frá Forsæti II 5,53
3 Bryndís Arnarsdóttir Teitur frá Efri-Þverá 5,40
4 Steingrímur Jónsson Snæbjört frá Austurkoti 5,30
5 Jóhannes Óli Kjartansson Ófeigur frá Selfossi 4,93
6 Nadine Stehle Hreyfing frá Syðra-Langholti 4,10