Járningamannadagurinn í byrjun október

Þann 15. október er járningamannadagurinn haldin að Völlum í Ölfusi (Eldhestum)
Opin verklegur dagur
Opinn fyrir járningamenn, dýralækna, kynbótadómara og áhugamenn, svo allir eru velkomnir!
Fyrripart dagsins verða ákveðin vandamál, fyrirfram valdra hesta skoðuð. Þátttakendum verður skipt niður í blandaða hópa, af dýralæknum, járningarmönnum, kynbótadómurum og áhugamönnum og hverjum hóp er falið að greina einn hest.
Eftir hádegi verður haldin hin árlega járningamannakeppni ásamt því verður kynning frá Mustad á nýju skeifuna „LiBero Ice“. Einnig mun Geert Íslandsmeistari 2021 sýna göngugreiningu „Werkman black“ hesta á staðnum.
Dagskrá byrjar kl. 9:00 og stendur yfir allan daginn til klukkan 17:00
Járningamannakeppnin er frá 15:00-17:00
Skráning í keppni er opin öllum. Hún er opin til 3. október og þarf að berast á jarningamenn@gmail.com
Járningarmannadagurinn í ár er samstarfsverkefni Járningamanna og Dýralækna.