FEIF Jean-Paul hyggst ekki halda áfram sem forseti FEIF

  • 28. október 2024
  • Fréttir

Jean-Paul Balz

Forseti FEIF, Jean-Paul Balz, hefur gefið það út að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu, hann var kjörinn í embætti í ársbyrjun 2023. Því verður kosið um nýjan formann á fundi FEIF í lok janúar.

Áður hafði hann verið formaður íþróttanefndar FEIF í fimm ár frá árinu 2018 til 2023. Hann er alþjóðlegur íþróttadómari, frístundaknapi og hefur hann nokkrum sinnum verið liðsstjóri landsliðs Sviss og Frakklands á Heimsmeistaramótum. Viðtalið sem Eiðfaxi tók við Jean-Paul í árslok árið 2022 má lesa með því að smella hér.

Í yfirlýsingu sem Jean-Paul sendi á Eiðfaxa segir m.a í beinni þýðingu.

Í fimm ár hafði ég þann heiður að leiða íþróttanefnd FEIF. Þetta var mjög krefjandi verkefni sem krafðist margra vinnustunda, tölvupósta, símtala o.fl., en alltaf með það markmið að leiða „íslenska hestinn“ á farsælan og framfarasinnaðan hátt. Ég hef sinnt þeim verkefnum af miklum ástríðu og skuldbindingu, ávallt í þágu FEIF og íslenska hestsins.

Síðustu tvö árin sem forseti hafa verið allt öðruvísi og á köflum einkennst af mikilli pólítík. Á sama tíma hefur staðan breyst hjá mér persónulega á síðustu mánuðum og nú þarf ég tíma til að einbeita mér að endurskipulagningu fjölskyldufyrirtæksins. Þessir þættir eru ástæða þess að ég mun ekki bjóða mig fram til endurkjörs.

Ég vil þakka stjórn FEIF, öllum nefndarmeðlimum, starfsfólki á skrifstofu FEIF og öllum sem hafa stutt mig þessi ár. Ég óska ykkur alls hins besta, góðrar heilsu og áframhaldandi ánægju af ástkæra íslenska hestinum okkar.

Yfirlýsingin á ensku má lesa hér fyrir neðan.

Dear all
As you already know, I am not standing for re-election as FEIF President in January 2025.

For five years, I had the honour of heading the FEIF Sport Department as FEIF Director of Sport. It was a very demanding task, involving many hours of work, emails, phone calls etc., but always with the aim of leading the “Icelandic horse” in a harmonious and future-oriented direction.
I have carried out the associated tasks with a great deal of commitment and passion, always for the benefit of FEIF and our beloved Icelandic horse.

The last two years as President have been completely different and sometimes very politically influenced.

At the same time, my personal situation has changed in recent months. I will focus my energy in restructuring and expanding our family business as well as in agriculture.

These facts were ultimately the reason for not standing for re-election as FEIF President.

I would like to thank the Board of FEIF, all committee members, the FEIF Office team and everyone who has supported me over these years. I wish you all the best, good health and continued enjoyment of our beloved Icelandic horse.

Jean-Paul Balz

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar