Danmörk Jói Skúla efstur í fjórgangi í Herning

  • 22. mars 2025
  • Fréttir

Jóhann og Evert Mynd: Bert Collet

Niðurstöður úr forkeppni í fimmgangi og fjórgangi á Icehorse Festival

Jóhann Rúnar Skúlason og Evert fra Slippen leiða í fjórgangi V1á IcehorseFestival í Danmörku. Hlutu þeir 7,80 í einkunn en á eftir þeim kom Frederikke Stougård á Austra frá Úlfsstöðum með 7,33 og Sasha Sommer á Aragon från Miklagård með 7.17 í einkunn.

Anne Frank Andresen á Vökli frá Leirubakka eru efst í fimmgangnum með 7,17 í einkunn. Tekla Petersen önnur á Vatnadís från Noastallet með 7,13 og jafnir í þriðja sæti eru þeir Kristian Tofte Ambo á Rósalín fra Almindingen og Benjamín Sandur Ingólfsson á Júní frá Brúnum en Benjamín og Júní voru í íslenska landsliðinu á síðasta Heimsmeistaramóti.

Forkeppni í tölti T1 er hálfnuð en sem stendur er Hans-Christian Løwe á Falinn fra Vivildgård efstur með 7.40 í einkunn og annar er Agnar Snorri Stefánsson á Sigri frá Laugarbökkum með 7,23 í einkunn. Jóhann og Evert eiga enn eftir að ríða í braut en þeir eru númer átta í þriðju blokk sem hefst kl. 14:30 að dönskum tíma.

Allar niðurstöður er hægt að finna á Icetest og hægt er að horfa á mótið í beinni á Eyja.tv.

Efstu 10 í fjórgangi V1

1 Jóhann Rúnar Skúlason Evert fra Slippen 7.80
2 Frederikke Stougård Austri frá Úlfsstöðum 7.33
3 Sasha Sommer Aragon från Miklagård 7.17
4 Anne Sundby Blíður fra Flødal 7.00
5 Andreas Kjelgaard Stjörnustæll fra Hybjerg 6.97
6.1 Hans-Christian Løwe Jarl fra Vivildgård 6.93
6.2 Jasmine Stauffer Kóngur vom Kranichtal 6.93
8.1 Astrid Skovgaard Styrkur frá Leysingjastöðum II 6.87
8.2 Jeanette Holst Gohn Tenór fra Almindingen 6.87
10 Laura Midtgård Gimsteinn frá Íbishóli 6.83

Efstu 10 í fimmgangi F1

1 Anne Frank Andresen Vökull frá Leirubakka 7.17
2 Tekla Petersson Vatnadís från Noastallet 7.13
3.1 Kristian Tofte Ambo Rósalín fra Almindingen 6.97
3.2 Benjamín Sandur Ingólfsson Júní frá Brúnum 6.97
5 Susanne Larsen Murphy Völsungur frá Skeiðvöllum 6.87
6 Sasha Sommer Kunningi frá Hofi 6.80
7 Julie Christiansen Abbi vom Silverberg 6.60
8 Alberte Smith Bósi frá Húsavík 6.57
9.1 Rasmus Møller Jensen Haukur frá Fremstagili 6.53
9.1 Agnete Præstholm Schneider Sæmi fra Langtved 6.53
9.2 Filippa Gram Kristall frá Skagaströnd 6.53
9.2 Rikke Schöllhammer Wolff Arko vom Heesberg 6.53

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar