Jólaboð sjálfboðaliðans og uppskeruhátíð

  • 7. desember 2019
  • Fréttir
Hestamannafélagið Léttir stóð fyrir skemmtilegri hátíð þar sem sjálfboðaliðar og keppnisfólk fögnuðu góðum árangri í ár.

Í gær var alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og því frábært tækifæri að gera þeim fjölda manns sem koma að sjálfboðaliða störfum í hestamennskunni hátt undir höfði. Án þessarra sjálfboðaliða væri lítið um að vera í hestamennsku eða þá að allur kostnaður yrði töluvert hærri.

Hestamannafélagið Léttir hefur undanfarin fimm ár boðið sjálfboðaliðum sínum til jólaveislu, er þetta eitthvað sem fleiri félög mættu taka sér til fyrirmyndar. Á sama og veislugestir gæddu sér á dýrindis matarveigum voru verðlaun veitt í hinum ýmsu flokkum og viðurkenningar. Því hátíðin var einnig uppskeruhátíð fullorðinna og ungmenna.

Andrea Margrét Þorvaldsdóttir var sæmd silfurmerki Léttis, en hún hefur starfað fyrir félagið um langt árabil og var um tíma formaður þess.

Afreksknapi Léttis í ungmennaflokki var útnefnd Valgerður Sigurbergsdóttir en aðrir tilnefndir voru Atli Freyr Maríönnuson og Eva María Aradóttir.

Afreksknapi Léttis í fullorðinsflokki var útnefndur Viðar Bragason en aðrir tilnefndir voru Fanndís Viðarsdóttir og Vignir Sigurðsson.

 

Frá þessu var fyrst greint á Heimasíðu Léttis, https://www.lettir.is/

Á myndinni sem fylgir fréttinni er Valgerður Sigurbergsdóttir en myndina tók Bjarney Anna Þórsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<