Meistaradeild Ungmenna og Top Reiter 2023 Jón Ársæll vann fjórganginn

  • 3. febrúar 2023
  • Fréttir

Jón Ársæll og Gerpla. Mynd: Skjáskot af Alendis.is

Meistaradeild ungmenna og Top Reiter hófst í kvöld

Meistaradeild ungmenna og Top Reiter hófst í kvöld en mótaröðin fer fram í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Keppt var í fjórgangi og var hægt að sjá margar góðar sýningar.

Eftir forkeppni var efstur Jón Ársæll Bergmann á Gerplu frá Bakkakoti og silgdu þau sigrinum heim nokkuð örugglega í a úrslitunum þar sem þau enduðu með 7,57 í einkunn. „Tilfinningin er góð. Það var alveg á hreinu að ég ætlaði að vinna þetta,“ sagði Jón Ársæll í viðtali á Alendis eftir sigurinn í kvöld. Hann reið á sjö vetra gamalli hryssu sem hann stefnir á að halda áfram með í framtíðinni en hryssan er í eigu foreldra hans. Önnur varð Signý Sól Snorradóttir á Ása frá Hásæti með 7,20 í einkunn og í þriðja sæti var Stefanía Sigurðardóttir á Lottó frá Kvistum með 7,07 í einkunn.

Meistaradeild ungmenna er liðakeppni. Stigahæsta liðið eftir kvöldið með 85,5 stig er lið Hjarðartúns en þeir Jón Ársæll, Kristján Árni Birgisson, Kristófer Darri Sigurðsson og Anna María Bjarnadóttir kepptu fyrir liðið í kvöld. Í öðru sæti er lið Hrímnis með 81,5 stig og í því þriðja er lið Narfastaða/Hófadyns með 73 stig.

Stigahæsta lið kvöldsins var lið Hjarðartúns en þau sem kepptu fyrir liðið í kvöld voru þau Kristján Árni, Jón Ársæll, Anna María og Kristófer Darri.

Fjórgangur V1 – Ungmennaflokkur – Niðurstöður

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Jón Ársæll Bergmann Gerpla frá Bakkakoti 7,57
2 Signý Sól Snorradóttir Ási frá Hásæti 7,20
3 Stefanía Sigfúsdóttir Lottó frá Kvistum 7,07
4 Kristján Árni Birgisson Rökkvi frá Hólaborg 6,23
5 Eva Kærnested Styrkur frá Skák 6,13
6 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Muninn frá Bergi 0,00

Efstu fimm pörin í fjórgangi í Meistaradeild ungmenna og Top Reiter

B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Muninn frá Bergi 6,87
7 Embla Þórey Elvarsdóttir Kolvin frá Langholtsparti 6,63
8-9 Þorvaldur Logi Einarsson Hágangur frá Miðfelli 2 6,53
8-9 Hekla Rán Hannesdóttir Grímur frá Skógarási 6,53
10 Victoria Bönström Kostur frá Þúfu í Landeyjum 6,50

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Jón Ársæll Bergmann Gerpla frá Bakkakoti 7,27
2-3 Signý Sól Snorradóttir Ási frá Hásæti 6,90
2-3 Stefanía Sigfúsdóttir Lottó frá Kvistum 6,90
4 Eva Kærnested Styrkur frá Skák 6,67
5 Kristján Árni Birgisson Rökkvi frá Hólaborg 6,63
6 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Muninn frá Bergi 6,57
7-8 Hekla Rán Hannesdóttir Grímur frá Skógarási 6,53
7-8 Þorvaldur Logi Einarsson Hágangur frá Miðfelli 2 6,53
9-10 Victoria Bönström Kostur frá Þúfu í Landeyjum 6,50
9-10 Embla Þórey Elvarsdóttir Kolvin frá Langholtsparti 6,50
11 Freydís Þóra Bergsdóttir Ösp frá Narfastöðum 6,47
12-13 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga 6,40
12-13 Anna María Bjarnadóttir Sandur frá Miklholti 6,40
14-15 Sigurður Baldur Ríkharðsson Polka frá Tvennu 6,37
14-15 Þórey Þula Helgadóttir Vákur frá Hvammi I 6,37
16 Sigrún Högna Tómasdóttir Rökkvi frá Rauðalæk 6,33
17-18 Katrín Ösp Bergsdóttir Ölver frá Narfastöðum 6,30
17-18 Sveinn Sölvi Petersen Krummi frá Fróni 6,30
19 Arndís Ólafsdóttir Sigur frá Sunnuhvoli 6,27
20-21 Glódís Líf Gunnarsdóttir Fífill frá Feti 6,23
20-21 Kristófer Darri Sigurðsson Skandall frá Varmalæk 1 6,23
22 Unnsteinn Reynisson Gljái frá Austurkoti 6,20
23 Selma Leifsdóttir Hjari frá Hofi á Höfðaströnd 6,07
24 Auður Karen Auðbjörnsdóttir Snörp frá Hólakoti 5,97
25 Stefanía Hrönn Stefánsdóttir Örvar frá Hóli 5,90
26 Emma Thorlacius Dimma frá Flagbjarnarholti 5,83
27-28 Unnur Erla Ívarsdóttir Víðir frá Tungu 5,70
27-28 Hanna Regína Einarsdóttir Míka frá Langabarði 5,70
29-31 Salóme Kristín Haraldsdóttir Nóta frá Tunguhálsi II 5,47
29-31 Elizabet Krasimirova Kostova Álfur frá Kirkjufelli 5,47
29-31 Aníta Rós Kristjánsdóttir Samba frá Reykjavík 5,47
32 Ásdís Freyja Grímsdóttir Salka frá Stóradal 5,37
33 Brynja Líf Rúnarsdóttir Nökkvi frá Pulu 4,97
34 Aldís Arna Óttarsdóttir Skáti frá Garðsá 4,63
35-36 Ingunn Rán Sigurðardóttir Stefnir frá Garðabæ 4,53
35-36 Kristján Hrafn Arason Órnir frá Gamla-Hrauni 4,53
37 Svala Rún Stefánsdóttir Sólmyrkvi frá Hamarsey 4,47
38-40 Aníta Eik Kjartansdóttir Rökkurró frá Reykjavík 0,00
38-40 Viktoría Von Ragnarsdóttir Lokkadís frá Mosfellsbæ 0,00
38-40 Hjördís Helma Jörgensdóttir Hrafn frá Þúfu í Kjós 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar