Katie útnefnd knapi ársins í Finnlandi
Katie og Depill fra Fögruhlíð Ljósmynd: photohestur
Katie Sundin Brumpton var útnefnd knapi ársins fyrir árið 2023 í Finnlandi, af íslandshestasamtökunum þar í landi. Katie hefur verið sýnileg í keppni i mörg ár og er oftar en ekki þátttakandi á Heimsmeistaramótum íslenska hestsins. Hún starfar við hestamennsku í Svíþjóð ásamt manni sínum Daniel Sundin Brumpton.
Í samtali við Eiðfaxa hafði hún þetta að segja um árangur síðasta árs.
„Ég var mjög ánægð með mína frammistöðu á síðasta keppnisári, ég vann til bronsverðlauna í T1 á sænska meistaramótinu og var önnur í forkeppni í V1 á heimaræktuðum stóðhesti, Depli frá Fögruhlíð með 7,43 í einkunn. Þá sýndi ég einnig stóðhest úr okkar ræktun, Kolbein frá Fögruhlíð, í 1.verðlaun í kynbótadómi, og hann var þriðji hæst dæmdi stóðhesturinn í 6.vetra flokki í Svíþjóð. Heimsmeistaramótið fór ekki alveg eins og ég hafði ætlað mér en við Depill kepptum til B-úrslita í tölti sem var að sjálfsögðu gaman en við vorum langt frá okkar besta, þannig er þetta bara stundum.“
FEIF krefst þess að blóðmerahaldi verði hætt
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Afrekssjóður styrkir ungmenni á HM