KB mótaröðin að hefjast
Fyrsta mótið í KB mótaröðinni fer fram næstkomandi laugardag þann 10.febrúar. Keppt verður í fjórgangi (V2) í öllum flokkum nema 2.flokki og í barnaflokki, þar sem keppt verður í V5.
Búið er að opna fyrir skráningu á Sportfeng og er skráningargjaldið 4000 krónur fyrir eldri flokka en 2000 krónur í barnaflokki.