Keppendalisti og stöðulistar

  • 23. júní 2022
  • Fréttir
Landsmót á Hellu 2022
Nú þegar búið er að yfirfara alla þá hesta sem rétt hafa til þátttöku á LM 2022 í gæðingakeppni og íþróttakeppni, viljum við biðja alla knapa að skoða hvort allt sé rétt í LHkappa appinu.

Biðjum við alla forráðamenn og knapa að fylgjast vel með fréttaflutningi og tilkynningum á www.landsmot.is

Gæðingakeppni:

Nú er búið að leggja lokahönd á keppendalista frá öllum hestamannafélögum í öllum flokkum ásamt þeim 6 hestum í hverjum flokki sem komast inn í gæðingkeppnisgreinunum á Landsmóti 2022.

Ef afskráningar verða á hestum/knöpum hér eftir munu einungis vara hestar hvers félags koma inn í staðinn fyrir þann fulltrúa félagsins sem afskráir og getur því varahestur ekki valið uppá hvora hönd hann vill ríða.

Verði afskráning á hestum/knöpum af 6 hesta stöðulista mun enginn hestur koma inn í staðinn.

Íþróttakeppni:

Nú er búið að leggja lokahönd á lista yfir þá knapa og hesta sem öðluðust þátttökurétta á LM 2022.

Ef afskráningar verða munu ekki næstu hestar koma inn af stöðulista.

Æfingartímaplan á keppnisvelli fyrir hestamannafélögin mun verða birt fljótlega.

Nánari útlistun á heilbrigðisskoðuninni“ Klár í keppni “ mun birtast á www.landsmot.is og öðrum netmiðlum fljótlega.

Ráslistar munu verða birtir þriðjudaginn 28.júní.

Dagskrá mun verða birt á þriðjudaginn 28.júní.

Allar afskráningar og breytingar fara eingöngu fram á tölvupósti á netfanginu skraning@landsmot.is

Knapafundur fer fram sunnudaginn 3.júlí kl 11:00 í Rangárhöllinni. Gott væri að fá spurningar sem forráðamenn og knapar hafa nú þegar sendar til mótstjóra á netfangið motstjori@landsmot.is sem fyrst þannig að knapafundur verði skilvirkur. Að sjálfssögðu má líka bera upp spurningar á knapafundinum.

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um mannleg mistök

Ólafur Þórisson
Mótstjóri

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar