Landsamband hestamanna Keppnishestabú ársins

  • 11. nóvember 2022
  • Fréttir
"Hafa á árinu litað mótahald í Íslandshestaheiminum með glæsibrag"

Keppnishestabú ársins 2022 er Gangmyllan, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar en valið var kynngjört rétt í þessu á verðlaunahátíð Landsambandsins sem haldin er í félagsheimilinu í Fáki. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Hross frá Gangmyllunni hafa á árinu litað mótahald í Íslandshestaheiminum með glæsibrag. Í hópi hrossa sem hafa keppt frá búinu eru landsmeistarar í Sviss og Þýskalandi, úrslitahesta á Landsmóti í mismunandi greinum, og hestar í verðlaunasætum á fjölda móta um allann heim. Gangmylllan, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar rækta afburðagóð keppnishross sem ná árangri í keppni á öllum sviðum og hlýtur nafnbótina Keppnishestabú ársins 2022“

 

Aðrir tilnefndir

Garðshorn á Þelamörk
Oddhóll
Strandarhjáleiga
Strandarhöfuð

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar