Landsamband hestamanna Keppnishestabú ársins

  • 18. nóvember 2023
  • Fréttir
"Fjöldi hrossa frá búinu hafa á árinu náð góðum árangri víða um heim."

Keppnishestabú ársins 2023 er Strandarhjáleiga en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíói. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Hross frá Strandarhjáleigu hafa á árinu litað mótahald í Íslandshestaheiminum með glæsibrag. Hrossin frá Strandarhjáleigu gerðu það gott á sínum mótum víðsvegar um heiminn. Má þar nefna t.d Þýskaland, Sviss, Noreg, Frakkland, Danmörk, Austurríki, Heimsmeistaramótið í Hollandi og hér heima á Íslandi. Strandarhjáleiga ræktar afburðagóð keppnishross sem ná árangri í keppni á öllum sviðum og hlýtur nafnbótina Keppnishestabú ársins 2023.“

Aðrir tilnefndir voru:

Auðsholtshjáleiga
Árbæjarhjáleiga II
Fet
Garðshorn á Þelamörk

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar