Danmörk Klassi efstur í Herning

  • 8. september 2024
  • Fréttir

Klassi frá Slippen. Ljósmynd: DI - avl og kåringer

síðasta kynbótasýning ársins fór fram um helgina

Nú er öllum kynbótasýningum ársins lokið en alls voru þeir 1883 fullnaðardómarnir sem felldir voru í ár í 10 mismunandi löndum. Er það fjölgun um rúmlega 400 fullnaðardóma frá árinu í fyrra þegar 1471 fullnaðardómur voru felldir. Taka þarf þó mið af því að ekki var Landsmót á Íslandi í fyrra en Landsmótsár hafa alla jafna mikil áhrif á fjöla fullnaðardóma.

Yfirlitssýningu lauk nú áðan í Herning þar sem dómarar voru þau Þorvaldur Kristjánsson og Elisabeth Jansen. Alls mættu 21 hross til dóms og þar af 19 í fullnaðardóm.

Hæst dæmda hross sýningarinnar var fimm vetra gamall stóðhestur, Klassi frá Slippen. Hann var sýndur af ræktanda sínum og eiganda Jóhanni Rúnari Skúlasyni. Klassi er undan Garra frá Reykjavík og Köru frá Slippen. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,24 og fyrir hæfileika 7,95 í aðaleinkunn 8,05. Klassi er klárhestur og hlaut hann m.a. einkunnina 9,0 fyrir hægt stökk og samstarfsvilja.

Af öðrum athyglisverðunm hrossum sem sýnd voru í Herning er vert að nefna tvær fjögurra vetra hryssur undan Evert frá Slippen. Þær heita Kamma og Dimma frá Slippen sýndar af Jóhanni Rúnari Skúlasyni, báðar tvær klárhryssur sem hlutu m.a. 9,0 fyrir samstarfsvilja.

 

Hross á þessu móti Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Sýnandi
DK2019100428 Klassi fra Slippen 8.24 7.95 8.05 Jóhann Rúnar Skúlason
DK2016200491 Ímynd fra Vikina 8.06 7.95 7.99 Nils Christian Larsen
DK2015200191 Mánastjarna fra Bendstrup 7.96 7.98 7.98 Søren Madsen
DK2020200646 Dimma fra Slippen 7.81 7.98 7.93 Jóhann Rúnar Skúlason
DK2020200645 Kamma fra Slippen 8.14 7.81 7.92 Jóhann Rúnar Skúlason
NO2014201140 Prímadonna fra Folkenborg 7.82 7.92 7.89 Steffi Svendsen
DK2019200397 Lögg fra Slippen 7.63 7.99 7.87 Jóhann Rúnar Skúlason
DK2017100444 Ónyx fra Teland 7.95 7.8 7.85 Steffi Svendsen
DK2017200208 Elva fra Ravn 7.96 7.68 7.78 Steffi Svendsen
DK2015200209 Abbadís fra Tjenergården 7.96 7.56 7.7 Dorte Rasmussen
DK2016200234 Valla Signa fra Haarbygaard 8.36 7.29 7.67 Kathrine Vittrup Andersen
DK2017100631 Benni fra Bendstrup 8.21 7.21 7.56 Mille Kyhl
DK2017200658 Ólafía fra Bendstrup 8.23 7.19 7.56 Søren Madsen
DK2015100067 Ásgeir fra Skógum 7.61 7.46 7.51 Mathilde Hejer Kristensen
DK2016200037 Dagmar fra Mosegård  8.11 7.09 7.45 Dorte Rasmussen
IS2016286071 Vordís frá Árbakka 7.86 7.17 7.41 Hallgrimur Birkisson
DK2013200463 Díva fra Helledige 7.75 6.99 7.26 Anne Kathrine Carlsen
DK2018200542 Kapla fra Skógum 7.56 6.92 7.15 Mathilde Hejer Kristensen
DK2016200618 Venus fra Irumgård 7.67 6.74 7.07 Linnea Zangenberg Eriksen
DK2015100565 Evert fra Slippen 8.59 Jóhann Rúnar Skúlason
DK2020200081 Spá fra Søgård 8.06 Terry Lopez Christensen

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar