Landsamband hestamanna Knapi ársins

  • 18. nóvember 2023
  • Fréttir
"Einstakur afreksknapi, sönn fyrirmynd fyrir elju sína, jákvæðni og fagmennsku í hvívetna"

Knapi ársins 2023 er Elvar Þormarsson en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíói. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Árangur Elvars á árinu 2023 var ótrúlegur. Hæst ber að nefna einstakan árangur á Heimsmeistaramótinu í Hollandi 2023 þar sem hann og Fjalladís áttu frábæra spretti í gæðingaskeiði og hlutu einkunnina 8.92 en þau sigruðu einnig 250m skeið í eftirminnilegum lokaspretti og eru því tvöfaldir heimsmeistarar. Þau sigruðu gæðingaskeið á Íslandsmóti í þriðja skipti með einkunnina 9.0! Elvar Þormarsson er einstakur afreksknapi, sönn fyrirmynd fyrir elju sína, jákvæðni og fagmennsku í hvívetna og hlýtur hann því nafnbótina; Knapi ársins 2023.“

Eiðfaxi óskar Elvari innilega til hamingju með árangur ársins!

Aðrir tilnefndir í þessum flokki eru allir knapar sem tilnefndir voru í fullorðinsflokki

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar