Landsamband hestamanna Knapi ársins og afmælisbarn dagsins

  • 11. nóvember 2022
  • Fréttir
"Hefur á árinu verið í fremstu röð í öllum greinum hestaíþróttanna."

Knapi ársins 2022 er Árni Björn Pálsson en en valið var kynngjört rétt í þessu á verðlaunahátíð Landsambandsins sem haldin er í félagsheimili Fáks. Þetta er í fimmta sinn sem Árni Björn hlýtur nafnbótina og er hann jafnframt afmælsibarn dagsins, 40 ára kappinn. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Árangur Árna Björns á árinu 2022 var ótrúlegur, en hann hefur á árinu verið í fremstu röð í öllum greinum hestaíþróttanna. Hæst ber að nefna einstakan árangur á Landsmóti hestamanna 2022 þar sem han sigraði í Töltkeppni Landsmótsins í fjórða sinn á ferlinum, nú á Ljúf frá Torfunesi og í B-flokki gæðinga á Ljósvaka frá Valstrýtu ásamt því að vera í fremstu röð í sýningum kynbótahrossa á mótinu. Árni Björn varð þar að auki Íslandsmeistari í Tölti T1 á Ljúf frá Torfunesi, er efstur á stöðulista ársins í fimmgangi með Kötlu frá Hemlu og bar sigur úr býtum í Meistaradeildinni 2022. Árni Björn Pálsson er einstakur afreksknapi, sönn fyrirmynd fyrir elju sína, metnað og fagmennsku í hvívetna og hlýtur hann því nafnbótina Knapi ársins 2022.“

Aðrir tilnefndir

Allir tilnefndir knapar í fullorðinsflokkum komu til greina sem “Knapi ársins 2022″.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar