Konráð Valur skeiðmeistari ársins 2021

  • 24. ágúst 2021
  • Fréttir

Konráð Valur tekur við 100.000 króna gjafaúttekt hjá Rögnu Gunnarsdóttur frá Baldvini og Þorvaldi

Síðustu Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins fóru fram samhliða Suðurlandsmóti um síðustu helgi. Góð skráning var á Skeiðleikana og frábærir tímar náðust í öllum greinum og þar á meðal bestu tímar ársins í 250 og 150 metra skeiði.

Konráð Valur Sveinsson stóð uppi sem heildarsigurvegari Skeiðleikana og það ekki í fyrsta skipti. 10 efstu sæti í hverri grein gefa stig í heildarkeppninni. Konráð Valur hlaut að launum 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvini og Þorvaldi auk þess að fá til varðveislu farandbikarinn Öderinn sem gefin er af Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon.

  1. Konráð Valur Sveinsson – 89 stig
  2. Ingibergur Árnason – 59 stig
  3. Eyrún Ýr Pálsdóttir – 56 stig
  4. Sigursteinn Sumarliðason – 48 stig
  5. Þórarinn Ragnarsson – 46 stig
  6. Hans Þór Hilmarsson – 46 stig

Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ unnu 250 metra skeiðið á besta tíma ársins hér á landi,21,44 sekúndum. Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II lentu í öðru sæti á næst besta tíma ársins, 21,62 sekúndum og í því þriðja varð Daníel Gunnarsson á Einingu frá Einhamri á 22,68 sekúndum.

Þórarinn Ragnarsson og Bína frá Vatnsholti settu besta tíma ársins í 150 metra skeiði og unni 150 metra skeið, tími þeirra var 14,12 sekúndur. Hans Þór Hilmarsson og Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði lentu í öðru sæti á 14,46 sekúndum og í því þriðja var Árni Björn Pálsson og Seiður frá Hlíðarbergi á 14,52 sekúndum.

Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II voru fljótastir 100 metrana á 7,44 sekúndum, næst fljótastur var Árni Björn Pálsson á Óliver frá Hólaborg á 7,62 sekúndum og Daníel Gunnarsson og Eining frá Einhamri fóru á 7,63 sekúndum.

250 metra skeið

Sæti Keppandi Hross Betri sprettur
1 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ 21,44
2 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 21,62
3 Daníel Gunnarsson Eining frá Einhamri 2 22,68
4 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 22,69
5 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási 23,02
6 Árni Sigfús Birgisson Dimma frá Skíðbakka I 23,72
7 Hans Þór Hilmarsson Tign frá Hrafnagili 24,90
8 Teitur Árnason Drottning frá Hömrum II 26,30
9 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 27,45
10-13 Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi 0,00
10-13 Hans Þór Hilmarsson Jarl frá Þóroddsstöðum 0,00
10-13 Hjörvar Ágústsson Sólveig frá Kirkjubæ 0,00
10-13 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni 0,00

150 metra skeið

Sæti Keppandi Hross Betri sprettur
1 Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti 14,12
2 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 14,46
3 Árni Björn Pálsson Seiður frá Hlíðarbergi 14,52
4 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri 14,59
5 Sigurður Vignir Matthíasson Léttir frá Eiríksstöðum 14,71
6 Auðunn Kristjánsson Sæla frá Hemlu II 14,96
7 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Óskastjarna frá Fitjum 15,04
8 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Auðna frá Hlíðarfæti 15,05
9 Davíð Jónsson Glóra frá Skógskoti 15,10
10 Hanna Rún Ingibergsdóttir Birta frá Suður-Nýjabæ 15,26
11 Hjörvar Ágústsson Flótti frá Meiri-Tungu 1 15,36
12 Sigurbjörn Bárðarson Hálfdán frá Oddhóli 15,37
13 Ævar Örn Guðjónsson Draumur frá Borgarhóli 15,44
14 Kjartan Ólafsson Hilmar frá Flekkudal 15,59
15 Klara Sveinbjörnsdóttir Glettir frá Þorkelshóli 2 15,61
16 Jakob Svavar Sigurðsson Ernir frá Efri-Hrepp 15,88
17 Daníel Gunnarsson Ösp frá Fellshlíð 17,31
18 Herdís Rútsdóttir Draumur frá Skíðbakka I 17,39
19 Sigríkur Jónsson Fáfnir frá Syðri-Úlfsstöðum 17,81
20-24 Hlynur Pálsson Sefja frá Kambi 0,00
20-24 Jón Bjarni Smárason Blævar frá Rauðalæk 0,00
20-24 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II 0,00
20-24 Sigurbjörn Bárðarson Sveindís frá Bjargi 0,00
20-24 Sigurður Vignir Matthíasson Finnur frá Skipaskaga 0,00

100 metra flugskeið

Sæti Keppandi Hross Betri sprettur
1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 7,44
2 Árni Björn Pálsson Óliver frá Hólaborg 7,62
3 Daníel Gunnarsson Eining frá Einhamri 2 7,63
4 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri 7,64
5 Teitur Árnason Drottning frá Hömrum II 7,66
6 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási 7,66
7 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni 7,66
8 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi 7,67
9 Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson Seyður frá Gýgjarhóli 7,68
10 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 7,75
11 Hans Þór Hilmarsson Jarl frá Þóroddsstöðum 7,75
12 Hans Þór Hilmarsson Tign frá Hrafnagili 7,96
13 Jóhanna Margrét Snorradóttir Andri frá Lynghaga 7,97
14 Vilborg Smáradóttir Klókur frá Dallandi 7,98
15 Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi 8,01
16 Hjörvar Ágústsson Sólveig frá Kirkjubæ 8,02
17 Daníel Gunnarsson Valdís frá Ósabakka 8,06
18 Þórarinn Ragnarsson Stráksi frá Stóra-Hofi 8,12
19 Kjartan Ólafsson Stoð frá Vatnsleysu 8,14
20 Jón Óskar Jóhannesson Gnýr frá Brekku 8,15
21 Árni Sigfús Birgisson Dimma frá Skíðbakka I 8,19
22 Páll Bragi Hólmarsson Vörður frá Hafnarfirði 8,29
23 Auðunn Kristjánsson Höfði frá Bakkakoti 8,52
24 Þórdís Inga Pálsdóttir Eyja frá Miðsitju 8,54
25 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Orka frá Mið-Fossum 8,57
26 Valdís Björk Guðmundsdóttir Stólpi frá Svignaskarði 9,03
27 Herdís Rútsdóttir Draumur frá Skíðbakka I 9,10
28 Hanna Rún Ingibergsdóttir Lea frá Kirkjubæ 9,39
29 Guðný Margrét Siguroddsdóttir Taktur frá Hrísdal 9,74
30 Marie-Josefine Neumann Berta frá Bakkakoti 11,87
31-32 Klara Sveinbjörnsdóttir Stáltá frá Búrfelli 0,00
31-32 Stefanía Sigfúsdóttir Drífandi frá Saurbæ 0,00

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar