Skeiðfélagið Konráð vann Öderinn

  • 24. ágúst 2024
  • Fréttir

Hér tekur Konráð við Ödernum en hann var stigahæsti knapi skeiðleikanna 2024.

Fjórðu og síðustu skeiðleikarnir fóru fram í gærkvöldi á Hellu.

Ágætir tímar náðust en Konráð Valur Sveinsson vann 100 m. skeiði á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II með tímann 7,49 sek. Með annan best tímann var Hinrik Ragnar Helgason á Stirni frá Laugarvöllum eða 7,55 sek. og þriðja besta tímann var Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir á Snædísi frá Kolsholti 3 eða 7,57. Til gamans má geta að Gyða og Snædís eiga besta tíma ársins í 100 m. skeiði, það sem af er ári, eða 7,12 sek.

Árni Björn Pálsson og Ögri frá Horni I áttu besta tímann í 250 m. skeiðinu, 21,97 sek. Konráð og Kjarkur voru með næst besta tímann eða 22,07 sek. og þriðja besta tímann var Ævar Örn Guðjónsson og Vigdís frá Eystri-Hól eða 22,22 sek.

Árni Björn var líka með besta tímann í 150 m. skeiðinu á Þokka frá Varmalandi en tíminn þeirra var 14,24 sek. Ævar Örn Guðjónsson og Viðja frá Efri-Brú voru með næst besta tímann eða 14,38 sek. og þriðja besta tímann var Anna María Bjarnadóttir og Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði eða 14,44 sek.

Eins og hefð er fyrir á síðustu skeiðleikunum er verðlaunað fyrir stigahæsta knapann sem var Konráð Valur Sveinsson. Hann hlýtur Öderbikarinn sem veittur er stigahæsta knapa skeiðleikanna ár hvert.

Hér fyrir neðan eru

Skeið 150m P3 – Fullorðinsflokkur
Sæti Knapi Hross Tími
1 Árni Björn Pálsson Þokki frá Varmalandi 14,24
2 Ævar Örn Guðjónsson Viðja frá Efri-Brú 14,38
3 Anna María Bjarnadóttir Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 14,44
4 Þorgeir Ólafsson Grunur frá Lækjarbrekku 2 14,77
5 Þorgeir Ólafsson Saga frá Sumarliðabæ 2 14,80
6 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II 14,80
7 Helga Una Björnsdóttir Salka frá Fákshólum 14,86
8 Þráinn Ragnarsson Blundur frá Skrúð 14,95
9 Larissa Silja Werner Hylur frá Kjarri 14,97
10 Teitur Árnason Styrkur frá Hofsstaðaseli 15,18
11 Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Glitra frá Sveinsstöðum 15,61
12 Kjartan Ólafsson Hilmar frá Flekkudal 16,12
13 Ólafur Örn Þórðarson Lækur frá Skák 16,21
14 Kjartan Ólafsson Drómi frá Þjóðólfshaga 1 16,34
15-17 Þorgils Kári Sigurðsson Flugdís frá Kolsholti 3 0,00
15-17 Guðrún Lilja Rúnarsdóttir Kári frá Morastöðum 0,00
15-17 Dagur Sigurðarson Lína frá Þjóðólfshaga 1 0,00

Skeið 250m P1 – Fullorðinsflokkur
Sæti Knapi Hross Tími
1 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 21,97
2 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 22,07
3 Ævar Örn Guðjónsson Vigdís frá Eystri-Hól 22,22
4 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 22,69
5 Sigursteinn Sumarliðason Drottning frá Þóroddsstöðum 22,88
6 Daníel Gunnarsson Sigur frá Sámsstöðum 23,32
7 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 23,66
8 Hanne Oustad Smidesang Vinátta frá Árgerði 23,99
9 Ólafur Örn Þórðarson Kleópatra frá Litla-Dal 24,16
10 Ævar Örn Guðjónsson Gnúpur frá Dallandi 24,32
11-15 Daníel Gunnarsson Skálmöld frá Torfunesi 0,00
11-15 Sara Sigurbjörnsdóttir Dimma frá Skíðbakka I 0,00
11-15 Viðar Ingólfsson Stráksi frá Stóra-Hofi 0,00
11-15 Ragnar Snær Viðarsson Ópall frá Miðási 0,00
11-15 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar