Krókur frá Ytra-Dalsgerði seldur úr landi

  • 1. apríl 2020
  • Fréttir

Ljósmynd: Jens Einarsson

Stóðhesturinn Krókur frá Ytra-Dalsgerði er seldur til Danmerkur og verður hann fluttur af landi brott mánudaginn 6.apríl. Kaupendurnir eru Henning Bundgaard Larsen og Jeanne Bredesen en þau reka búgarðinn Ny Amtoftgaard.

Í samtali Eiðfaxa við G.Birnir Ásgeirsson seljanda Króks segir hann að nýjir eigendur ætli sér að nota hestinn til undaneldis og gera út á hann sem kynbótahest á meginlandi evrópu. Þá standi til að þau noti hestinn sér til yndisauka en stefna ekki í keppni þó svo að það væri óneitanlega skemmtilegt ef svo yrði.

Krókur er undan Gára frá Auðsholtshjáleigu og Hnoss frá Ytra-Dalsgerði. Ræktendur eru Hugi Kristinsson og Kristinn Hugason en Guðlaugur Birnir keypti hestinn árið 2017. Krókur er með í aðaleinkunn 8,74 þar af 8,72 fyrir sköpulag og 8,76 fyrir hæfileika, hæst ber einkunnin 10,0 fyrir skeið.

G.Birnir segir að það verði eftirsjá í Króki þar sem hann sé skemmtilegur gripur að hafa í kringum sig ljúfur og þægilegur í umgengni en á sama tíma búi hann yfir mikilli getu og vilja.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<