Frakkland Kugler, Elías, Valerie og Silvia nældu sér í gull

  • 5. júní 2023
  • Fréttir

Elías Þórhallsson og Rauðhetta frá Þúfu í Kjós Mynd: Neddens

Niðurstöður frá WR íþróttamóti á Pur Cheval í Frakklandi

Um helgina var WR íþróttamót á Pur Cheval í Frakklandi. Þetta er í þriðja sinn sem Pur Cheval heldur WR íþróttamót á Øder vellinum og er þetta gott tækifæri fyrir knapa frá Sviss, Belgíu, Hollandi, Lúxemburg og suðvestur-Þýskalandi sem langar að ná sér í punkta fyrir Mið-Evrópu- og Heimsmeistaramótið.  Dómarar á mótinu voru þau Þorgeir Guðlaugsson, Roger Scherrer, Nicolai Thye, Feija Thye, Sigríður Pjétursdóttir og Högni Fróðason en þrír af þessum dómurum munu einnig dæma Heimsmeistaramótið.

Kugler Pascale á Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum vann töltið T1, Silvia Ochsenreiter-Egli á Heljari frá Stóra-Hofi vann fimmgang F1, Valerie van Helvoort-Kortrijk á Glymjanda frá Íbishóli vann slaktaumatöltið og Elías Þórhallsson á Rauðhettu frá Þúfu í Kjós vann fjórganginn.

HÉR er hægt að sjá niðurstöður frá öllu mótinu.

Pur Cheval 2023 – Tölt T1 – A úrslit
1 Kugler Pascale Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum 7.50
2 Elias Þórhallsson Tangó frá Miðhrauni 7.39
3 Andrea Weiss-Balz Bergur vom Lipperthof 7.17
4 Berglind Inga Árnadóttir Kurr frá Koltursey  7.11
5 Petra Gastl Höfði frá Húsavík  6.56

Pur Cheval 2023 – Fjórgangur V1 – A úrslit
1 Elias Þórhallsson Rauðhetta frá Þúfu í Kjós  6.90
2 Petra Gastl Höfði frá Húsavík  6.70
3 Vera Weber Húni frá Blönduósi  6.43
4 Fleming Patty Tilgáta frá Pulu 6.00
5 Julie Darbon-Guillin Byrnir frá Vorsabæ II  5.27

Pur Cheval 2023 – Tölt T2 – A úrslit
1 Valerie van Helvoort-Kortrijk Glymjandi frá Íbishóli 7.54
2 Silvia Ochsenreiter-Egli Heljar frá Stóra-Hofi 6.88
3 Vera Weber Hamur von Federath  6.71
4 Julie Darbon-Guillin Byrnir frá Vorsabæ II6.58
5 Indira Scherrer Dugur frá Ketilsstöðum 6.29

Pur Cheval 2023 – Fimmgangur F1 – A úrslit
1 Silvia Ochsenreiter-Egli Heljar frá Stóra-Hofi 6.90
2 Livio Fruci Iða frá Strandarhjáleigu  6.19
3 Vera Weber Hamur von Federath 5.43
4 Indira Scherrer Dugur frá Ketilsstöðum  5.19
5 Sandra Scherrer Stefnir frá Ketilsstöðum  5.10

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar