Kvennatölt 2023

  • 20. mars 2023
  • Fréttir

Hið sívinsæla og upprunalega Kvennatölt fer fram í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 22.apríl n.k.

Sú nýbreytni er að í boði verða fimm flokkar og er gerð tilraun til að lýsa þeim hér að neðan til að auðvelda knöpum að staðsetja sig og vonandi koma í veg fyrir þá óánægju sem hefur komið upp á hverju ári varðandi skráningar einstaka knapa.

Athugið að ávallt er miðað við keppnisreynslu knapa óháð hestakosti hverju sinni.

Ekki er leyfilegt að færa sig niður um flokk jafnvel þó að knapi sé með nýjan hest.

Við hvetjum til metnaðar við skráningu. Markmiðið er að allir knapar geti fundið flokk við hæfi þar sem þeir geta á jafnréttisgrundvelli keppt og sett sér ný markmið eftir því sem reynslan vex.

T7   4.flokkur – byrjendur

Þetta er nýr flokkur og í hann skrá sig knapar sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni.

Fyrri keppnisreynsla sé aðeins úr innanfélagsmótum svo sem vetrarleikum, firmakeppnum og slíku.

Knapi má ekki hafa tekið þátt í deildum á borð við Áhugamannadeild, Meistaradeild æskunnar/ungmenna o.s.frv.

Aðeins er leyfilegt að skrá sig þrisvar í þennan flokk. Eftir það telst knapi hafa öðlast nokkra reynslu og geti fært sig upp í T7 minna vanir, óháð árangri sem náðst hefur í þessum flokki.

Ef knapi kemst í úrslit færist hann upp um flokk næst, óháð fjölda skipta sem hann hefur keppt.

T7   3.flokkur  – minna vanir

Í þennan flokk skrá sig knapar sem hafa einhverja reynslu af keppni, til að mynda keppt oftar en þrisvar í T7 í Kvennatöltinu áður.

Knapi má ekki hafa tekið þátt í deildum á borð við Áhugamannadeild, Meistaradeild æskunnar/ungmenna o.s.frv.

Komist knapi í úrslit þrisvar sinnum eða sigri þennan flokk telst hann fær um að þjálfa sig og taka þátt í T3 og skal skrá sig í T3 minna Vanir næst. Þetta á einnig við um þá sem hafa riðið úrslit og sigrað T7 í Kvennatölti undanfarin ár.

T3   3.flokkur – minna vanir

Í þennan flokk skrá sig knapar sem hafa einhverja reynslu af keppni, treysta sér til að ríða T3 og hafa verið í úrslitum T7 oftar en þrisvar eða sigrað þann flokk.

Knapi má ekki hafa tekið þátt í deildum á borð við Áhugamannadeild, Meistaradeild æskunnar/ungmenna o.s.frv.

Komist knapi í úrslit þrisvar sinnum eða sigri þennan flokk skal hann færast upp næst.

T3   2.flokkur – meira vanir

Í þennan flokk skrá sig knapar með talsverða keppnisreynslu og þeir sem hafa riðið A-úrslit oftar en þrisvar eða sigrað flokkinn T3 minna vanir.

Knapi má ekki hafa riðið A-úrslit í deildum á borð við Áhugamannadeild, Meistaradeild æskunnar/ungmenna o.s.frv. síðustu þrjú ár, þá fer hann í fyrsta flokkinn.

Komist knapi í úrslit þrisvar sinnum eða sigri þennan flokk skal hann færast upp næst.

T3   1.flokkur – mikil keppnisreynsla

Í þennan flokk skrá sig atvinnuknapar og knapar sem hafa mjög mikla keppnisreynslu líka  þeir sem hafa riðið A-úrslit oftar en þrisvar eða sigrað flokkinn T3 meira vanir.

Knapar sem hafa keppt í deildum á borð við Áhugamannadeild, Meistaradeild æskunnar/ungmenna o.s.frv. á meira en einu tímabili og/eða komist í A-úrslit í þeim.

Hægt er að finna viðburð á Facebook undir nafninu Kvennatölt Spretts 2023. Endilega meldið ykkur inn  til að fylgjast með upplýsingum.

Skráning verður auglýst síðar

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar