Kvöldstund með Tamningameistaranum Benedikt Líndal
Fimmtudaginn 16.janúar kl.18:30 mætir Benedikt Líndal, tamningameistari FT með nokkur hross í Samskipahöllina og eyðir þar með okkur kvöldstund. Hann fer yfir mismunandi nálgun, m.v. hvar hrossin eru stödd í sínu tamningar- og þjálfunarferli t.d. traust, grundvöll fyrir samvinnu, mýkt, lausa tauminn, leikgleði, töltþjálfun og ýmislegt, sem ólíkar hestgerðir bjóða alltaf uppá. Kvöldstund sem enginn hestaáhugamaður má láta framhjá sér fara.og gott innlegg inn í byrjun vetrarþjálfunar. Gert er ráð fyrir rúmlega 2 klst sýnikennslu með hléi þar sem hægt verður að versla sér veitingar.
Sýnikennslan hefst kl.18:30 í Samskipahöllinni í Spretti.
Viðburðurinn er haldin sameiginlega af hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og er opin fyrir alla hestamenn!