Kynbótarsýningarárið í Austurríki

  • 16. október 2021
  • Fréttir

Úlfur frá Holtsmúla 1 og Gunnar Hoyos Mynd: Gunnar Hoyos

Yfirlit yfir kynbótasýningar ársins

Í Austurríki var haldin ein kynbótasýning og voru fullnaðardómar 15 talsins. Gunnar Hoyos er með flestar sýningar eða 5 talsins.

Úlfur frá Holtsmúla 1 var hæst dæmda hross ársins í Austurríki, en hann var sýndur af Gunnari. Hann hlaut fyrir sköpulag 8,23, fyrir hæfileika 8,03 og í aðaleinkunn 8,10. Úlfur er 6 vetra undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Úu frá Holtsmúla 1 sem er undan Klett frá Hvammi og Úlfbrún frá Kanastöðum. Úrvalshestar ehf eru skráðir ræktendur en eigandi er Beate Matschy.

Spes von Hammersdorf er hæst dæmda hryssa ársins í Austurríki, sýnd af Evu Menzinger. Spes er 7 vetra og hlaut í aðaleinkunn 7,87, fyrir sköpulag 7,82 og fyrir hæfileika 7,89. Hún er undan Spóliant vom Lipperthof og Flugsvinn vom Hammersdorf sem er undan Fleng frá Böðmóðsstöðum 2 og Fenju vom Sommerberg. Eigendur og ræktendur eru Eva Menzinger og Villi Einarsson.

Tíu efstu hrossin sem hlutu fullnaðardóm á árinu í Austurríki.

Fæðingarnúmer Nafn Uppruni Sýnandi SE HE AE
IS2015181110 Úlfur Holtsmúla 1 Gunnar Hoyos 8.23 8.03 8.1
IS2016135333 Milljarður Stóra-Aðalskarði Karl Piber 8.01 7.95 7.97
DE2014284141 Spes Hammersdorf Eva Menzinger 7.82 7.89 7.87
IS2015155175 Næsill Syðra-Kolugili Villi Einarsson 8.3 7.53 7.8
DE2012243414 Rist Federath Villi Einarsson 8.13 7.59 7.78
AT2013271957 Flugsvinn vom Burghauserhof Johanna Eichinger 8.00 7.57 7.72
DE2013134042 Háfeti Chur Gunnar Hoyos 7.89 7.6 7.7
DE2015284676 Röskva Hammersdorf Eva Menzinger 8.02 7.52 7.7
AT2016204157 Þrá (Thrá) Panoramahof Gunnar Hoyos 7.77 7.62 7.67
IS2013181838 Ísar Þjóðólfshaga 1 Gunnar Hoyos 7.71 7.65 7.67

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<