Íslandsmót Lágmörk á Íslandsmót fullorðinna og ungmenna

  • 23. maí 2023
  • Fréttir
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna verður á Brávöllum á Selfossi

Að gefnu tilefni viljum við minna á að í ár eru einkunnalágmörk inn á Íslandsmót. Á ársþingi LH árið 2022 var ný reglugerð um Íslandsmót samþykkt og ein af þeim breytingum sem urðu á framkvæmd Íslandsmóts er að í stað stöðulista voru tekin upp einkunnalágmörk í greinarnar sem þurfa að nást á keppnisárinu fram að Íslandsmóti.

Keppnisnefnd LH hefur nú gefið út lágmörkin sem gilda fyrir Íslandsmót 2023 og voru lágmörkin reiknuð út með tilliti til meðaltals síðustu tveggja keppnisára. Horft er til þess að keppendafjöldi sé svipaður og á undanförnum teimur Íslandsmótum.

Lágmörk á Íslandsmót 2023 eru þessi:

Fimmgangur F1
Fullorðnir 6,80
Ungmenni 6,10

Fjórgangur V1
Fullorðnir 7,00
Ungmenni 6,50

Tölt T1
Fullorðnir 7,40
Ungmenni 6,60

Slaktaumatölt T2
Fullorðnir 7,00
Ungmenni 6,20

Gæðingaskeið PP1
Fullorðnir 7,10
Ungmenni 5,90

Skeið P2 100m.
Fullorðnir 7,9 sek.
Ungmenni 9,0 sek.

Skeið P3 150 m.
Opinn flokkur 15,0 sek.
Ungmenni 17,0 sek.

Skeið P1 250 m.
Opinn flokkur 24,50 sek.
Ungmenni 26,00 sek.

Gæðingalist
Fullorðnir Fyrstu 15 sem skrá
Ungmenni Fyrstu 15 sem skrá

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar