Landsmót hestamanna skilaði góðum hagnaði

  • 4. nóvember 2022
  • Fréttir
63. landsþing Landssambands hestamannafélaga

Skýrsla Landsmóts hestamanna var rétt í þessu kynnt á Landsþingi LH af Eiríki Vilhelm Sigurðssyni sem var í framkvæmdastjórn og verkefnastjórn mótsins.

Selt var tæplega 9.000 miðar á mótið en um 70-75% af þeim seldust í forsölu. Þeir sem keyptu í gegnum tix.is voru um 82% íslendingar.

Framkvæmdastjórn mótsins settu sér tvö markmið í upphafi skipulags mótsins var að skila fjárhagslegum ávinningi og að mótið myndi festa sig í sessi á Hellu.  Streymt var frá mótinu á Alendisþis og var horft á mótið þar af 42 löndum og voru 76% af áhorfendum frá Íslandi en þar á eftir voru flestir frá Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð.

Heildartekjur mótsins voru 173 milljónir og gjöld voru 138 milljónir sem þýðir það að mótið skilaði 35 milljónum í hagnaði.

Í ávarpi sínu sagði Eiríkur að nokkrar ástæður væri fyrir þessari góðu rekstrarafkomu en þær eru:

  • Gríðarlegt aðhald í fjármálum
  • Gott skipulag
  • Hóflegar væntingar í aðsókn en vonast var eftir 5.000 seldum miðum
  • Feykilegt vinnuframlag sjálfboðaliða á mótinu og í undirbúningi
  • Kostnaður greiddur af öðrum í samningum (t.d. voru allir flutningar styrktir af Samskip, 66 Norður gaf öllum sjálfboðaliðum og starfsmönnum jakka, sveitarfélagið Rangárþing Ytra kom að mótinu með slætti)
  • Mjög öflugir bakhjarlum
  • Þéttur hópur sem stóð að mótinu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar