Myndband frá Landsmóti 1978

  • 5. janúar 2022
  • Sjónvarp Fréttir
Áttunda Landsmótið sem hefur verið haldið

Eiðfaxi rakst á þetta skemmtilega myndband frà Landsmótinu 1978 að Skógarhólum í Þingvallasveit en mótið er áttunda Landsmótið sem hefur verið haldið.

Það er margt að sjá á þessu myndbandi m.a. brot frá sýningum Náttfara frá Ytra Dalsgerði í elsta flokki stóðhesta og Gáska frá Hofsstöðum í 5 vetra flokki. Sýnt er frá keppni í B-flokki, A-flokki og úrslitum í tölti þegar þeir Hlynur frá Akureyri og Eyjólfur Ísólfsson stóðu uppi sem sigurvegarar. Einnig eru þarna afkvæmasýningar hryssna og stóðhesta m.a. Sörla frá Sauðárkróki.

Nýjar keppnisgreinar bættust við á mótinu en unglingar og ungt hestafólk keppti á mótinu. Einnig er sýnt frá kappreiðum í stökki og skeiði, söluuppboði á hrossum ásamt fleiru skemmtilegu.

 

Myndbandið er birt með góðfúslegu leyfi RÚV.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar