Landsmótssigurvegarinn Seiður seldur úr landi

  • 8. ágúst 2020
  • Fréttir

Tekið við verðlaunum fyrir Seið á Landsmóti 2008

Stóðhesturinn Seiður frá Flugumýri II hefur verið seldur til Þýskalands. Kaupendur hans eru Lisa Helbig og Pit Langenbach en hann verður staðsettur á nýjum búgarði er heitir Þórsholt sem er staðsett í norður Þýskalandi. Seiður mun þar hitta fleiri nafntogaða stóðhesta en á búgarðinum eru einnig, faðir Seiðs, Klettur frá Hvammi, Víðir frá Prestsbakka og Tígull frá Gýgjarhóli.

Seiður bætist með þessu í hóp hátt dæmdra stóðhesta sem hafa nú þegar eða munu yfirgefa landið í ár og má þar nefna Konsert frá Hofi sem fer til Belgíu í haust og Krók frá Ytra-Dalsgerði sem fluttur var til Danmerkur í vor.

Seiður stóð efstur í flokki fjögurra vetra stóðhesta á Landsmóti á Hellu 2008 með 8,42 í aðaleinkunn en knapi á honum var Mette Mannseth. Hann hlaut svo 1.verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótinu á Hólum 2016.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar