Landssýning kynbótahrossa í beinu streymi

  • 25. júní 2020
  • Fréttir
Horses of Iceland – fréttatilkynning

Áttatíu hæst dæmdu kynbótahross landsins ásamt stóðhestum með afkvæmaverðlaun verða sýnd í beinu streymi frá Gaddstaðaflötum við Hellu 27. júní.

  • Landssýning kynbótahrossa verður haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu 27. júní og verður beint streymi frá viðburðinum.
  • Þátttökurétt eiga tíu hæst dæmdu kynbótahross vorsins, alls 80, í öllum flokkum, auk stóðhesta með afkvæmaverðlaun.
  • Hestaáhugafólk um víða veröld getur horft á streymið í beinni útsendingu eða seinna á www.eidfaxi.is á íslensku, ensku eða þýsku.
  • Hægt er að fylgjast með stöðunni hjá efstu hrossunum á WorldFengi

Félag hrossabænda, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Horses of Iceland, í samstarfi við Rangárbakka, þjóðarleikvang íslenska hestsins, blása til Landssýningar kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu, laugardaginn 27. júní og verður beint streymi frá viðburðinum.

Þátttökurétt í sýningunni eiga tíu hæst dæmdu kynbótahross vorsins í öllum flokkum hryssna og stóðhesta, alls 80 bestu hross landsins, auk stóðhesta með afkvæmaverðlaun. Hrossin verða kynnt ítarlega og verðlaunuð á grunni dóma vorsins.

Hestaáhugafólk um allan heim getur horft á streymið á eidfaxi.is og hlustað á lýsingar á íslensku, ensku eða þýsku. Streymið kostar 2.900 kr. Aðgangseyrir á Gaddstaðaflötum er 2.500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára. Aðgangsmiðar eru seldir á staðnum.

 

Dagskrá

 

Kl. 10:20-12:00
Einstaklingssýndar hryssur – Kynning / Verðlaun
4v. hryssur
5v. hryssur
6v. hryssur
7v. og eldri hryssur

 

Kl. 12:00-13:00
Hádegishlé
 
Kl. 13:00-14:40
Einstaklingssýndir stóðhestar – Kynning / Verðlaun
4v. hestar
5v. hestar
6v. hestar
7v. og eldri hestar

 

Kl. 14:40-15:00
Brautarhlé / Kaffihlé

 

Kl. 15:00-16:25
Afkvæmaverðlaun stóðhesta / 1. verðlaun f. afkvæmi
Stormur frá Herríðarhóli IS2004186594
Ölnir frá Akranesi IS2009135006
Konsert frá Hofi IS2010156107
Skaginn frá Skipaskaga IS2009101044

 

Kl. 16:25-16:45
Brautarhlé / Kaffihlé
 
Kl. 16:45-18:25
Afkvæmaverðlaun stóðhesta / heiðursverðlaun f. afkvæmi
Loki frá Selfossi IS2004182712
Óskasteinn frá Íbishóli IS2005157994
Skýr frá Skálakoti IS2007184162

 

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna með því að smella hér

 

Um Horses of Iceland

Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu.

Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins og starfar með verkefnastjórn sem skipuð er fulltrúum úr hestasamfélaginu, Félagi hrossabænda (FHB), Landssambandi hestamannafélaga (LH), Félagi tamningamanna (FT), auk útflutningsaðila og fulltrúa frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samtökum ferðaþjónustunnar.

Vefsíða: www.horsesoficeland.is
Samfélagsmiðlar:
Facebook, Instagram, Twitter, Pinterest, Tumblr

Nánari upplýsingar veitir Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland jelena@islandsstofa.is.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar