Langflest hross dæmd á Íslandi í ár

  • 16. október 2021
  • Fréttir

Nala frá Varmá, 4.vetra gömul, var eitt af þeim hrossum sem sýnd voru í fullnaðardóm á árinu. Janus Halldór sýndi hryssuna. Ljósmynd/Gísli Guðjónsson

Kynbótasýningar ársins

Nú þegar kynbótaárinu er lokið er gaman að velta fyrir sér ýmsum fróðleik er tengist því.

Alls voru 1771 fullnaðardómar kveðnir upp í ár í níu mismunandi löndum. Langflestir þeirra voru á Íslandi eða alls 1117. Af þeim löndum þar sem kynbótasýningar voru haldnar voru fæstir fullnaðardómar í Finnlandi alls einn.

Í fyrra voru 1933 fullnaðardómar kveðnir upp í átta mismunandi löndum. Þá, líkt og nú, voru langflestir þeirra á Íslandi eða alls 1222.

Hér fyrir neðan má sjá töflur með fjölda dóma annars vegar í fullnaðardómi og hins vegar á sköpulagi.

Fullnaðardómar

Land Fjöldi
Ísland 1117
Svíþjóð 255
Þýskaland 181
Danmörk 122
Noregur 43
Holland 29
Austurríki 15
Sviss 8
Finnland 1

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar