Leiðin að gullinu – Kennslusýningar
Þá styttist í Leiðina að Gullinu, kennslusýningar landsliðsins, en þær munu fara fram laugardaginn 30. nóvember næstkomandi. Á dagskránni eru ákaflega fróðlegar og spennandi sýningar sem enginn hestamaður ætti að láta framhjá sér fara:
- Ragnhildur Haraldsdóttir: Tenging taumhringsvinnu við form og gangtegundir.
- Glódís Sigurðardóttir: Auka skrefastærð með formi og stillingu.
- Hinrik Bragason: Undirbúningur fyrir gæðingaskeið – samspil í gleði og vilja í verki.
- Guðmund Ellen Sigurðardóttir: Tenging sætisnotkunar og taums, samhæfing knapa og hests
- Helga Una Björnsdóttr: Slaktaumatölt – undirbúningur, aðferðir, hestgerðir
- Jóhanna Margrét Snorradóttir: Hraðabreytingar, samspil safnandi hvetjandi og hamlandi æfingar.
- Teitur Árnason: Viðhalda gleði með fjölhæfni og léttleika.
Viðburðurinn fer fram í reiðhöllinn í Víðidal frá kl 10:00 -15:00. Miðaverð er einungis 5900kr og rennur allur ágóði til landsliðsins.