Lexus og Vökull eiga þau afkvæmi sem hæsta einkunn hlutu fyrir tölt

  • 30. október 2022
  • Fréttir
Meðaltal afkvæma stóðhesta sem eiga fjögur til níu dæmd afkvæmi á árinu.

Þegar öllum kynbótasýningum er lokið er hægt, með hjálp Worldfengs, að setjast niður og reikna út hin ýmsu meðaltöl hrossaræktendum til gagns og fróðleiks.

Eiðfaxi tekur nú fyrir eiginleika í hæfileikdómi og skoðum meðaltal einkunna afkvæma stóðhesta sem hafa skila 4-9 afkvæmum í fullnaðardóm á árinu.

Alls eru 52 stóðhestar sem eiga fjögur til níu dæmd afkvæmi á árinu.

Afkvæmi Vökuls frá Efri-Brú og Lexus frá Vatnsleysu hlutu hæstu meðaleinkunn fyrir tölt eða 8,75. Alls á Lexus fjögur dæmd afkvæmi og var meðalaldur þeirra 6,8 ár en Vökull á sex dæmd afkvæmi og meðalaldur þeirra 5,7 ár.

Afkvæmi þeirra voru einnig með hæstu meðaleinkunnina fyrir hægt tölt ásamt afkvæmum Barða frá Laugarbökkum og Framherja frá Flagbjarnarholti en meðaleinkunn þeirra var 8,50. Barði á fimm dæmd afkvæmi og meðalaldur þeirra var 7,2 ár og Framherji á sjö dæmd afkvæmi og meðalaldur þeirra var 7,4 ár.

Listi yfir þá stóðhesta sem eiga fjögur til níu fullnaðardæmd afkvæmi á árinu raða eftir meðaleinkunn fyrir tölt.
ATH: Hægt er að færa sig fram og til baka á töflunni til þess að sjá alla eiginleika.
Stóðhestur Fjöldi afkv. Aldur Tölt Hægt tölt
Lexus frá Vatnsleysu 4 6,8 8,75 8,50
Vökull frá Efri-Brú 6 5,7 8,75 8,50
Barði frá Laugarbökkum 5 7,2 8,70 8,50
Framherji frá Flagbjarnarholti 7 7,4 8,64 8,50
Boði frá Breiðholti 4 4,5 8,63 8,25
Vákur frá Vatnsenda 4 7,0 8,63 8,13
Lord frá Vatnsleysu 5 6,4 8,60 8,40
Hraunar frá Hrosshaga 4 5,0 8,50 8,38
Straumur frá Feti 5 6,2 8,50 8,30
Hrókur frá Hjarðartúni 7 5,1 8,50 8,00
Krákur frá Blesastöðum 1A 5 7,0 8,40 8,20
Hrímnir frá Ósi 5 7,2 8,30 8,00
Þráinn frá Flagbjarnarholti 5 4,0 8,30 8,00
Trausti frá Þóroddsstöðum 4 5,5 8,25 8,13
Grímur frá Efsta-Seli 4 7,5 8,25 8,13
Vilmundur frá Feti 4 6,5 8,25 8,13
Garri frá Reykjavík 6 7,5 8,25 8,00
Erill frá Einhamri 4 5,5 8,25 7,88
Aðall frá Nýjabæ 6 6,5 8,25 7,58
Nökkvi frá Syðra-Skörðugili 4 5,3 8,25 7,50
Hákon frá Ragnheiðarstöðum 9 5,0 8,22 7,89
Sólon frá Skáney 9 6,2 8,22 7,89
Kjerúlf frá Kollaleiru 5 6,6 8,20 7,80
Múli frá Bergi 5 6,0 8,20 7,80
Sirkus frá Garðshorni 5 4,4 8,20 7,70
Knár frá Ytra-Vallholti 4 7,8 8,13 8,00
Vaki från Österåker 4 5,0 8,13 7,88
Narri frá Vestri-Leirárgörðum 5 6,4 8,10 8,30
Apollo frá Haukholtum 6 4,7 8,08 8,00
Skinfaxi fra Lysholm 7 5,1 8,07 7,86
Sær frá Bakkakoti 8 6,1 8,06 7,75
Kolskeggur frá Kjarnholtum 9 6,8 8,06 7,89
Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum 9 6,0 8,06 7,67
Drumbur frá Víðivöllum fremri 4 4,5 8,00 8,25
Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði 8 7,9 8,00 8,00
Stormur frá Herríðarhóli 4 5,8 8,00 8,00
Moli frá Skriðu 4 5,8 8,00 8,00
Dagfari frá Álfhólum 7 4,9 8,00 7,93
Starri frá Herríðarhóli 4 6,0 8,00 7,75
Ísak frá Þjórsárbakka 4 4,8 8,00 7,63
Eldur frá Torfunesi 9 6,9 7,94 7,50
Toppur frá Auðsholtshjáleigu 7 6,7 7,93 7,71
Oliver frá Kvistum 6 5,5 7,92 7,83
Viking från Österåker 5 5,0 7,90 8,10
Tígull fra Kleiva 4 5,0 7,88 7,88
Klettur frá Hvammi 4 7,3 7,88 7,88
Viktor fra Diisa 7 6,4 7,86 7,86
Sævar fra Teland 5 6,0 7,80 7,70
Kjarval från Knutshyttan 4 5,8 7,75 7,75
Nói frá Stóra-Hofi 4 6,0 7,75 7,38
Sædynur frá Múla 4 6,8 7,63 7,38
Mars frá Feti 4 6,8 7,38 7,25

 

Tengdar fréttir: 

Fjölmargir stóðhestar að skila myndarlegum afkvæmum

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar