Suðurlandsdeildin Lið Byko í tveimur efstu sætunum

  • 2. mars 2022
  • Fréttir

Efstu tvö pörin; Árni Sigfús, Brynja, Elin og Sævar en þau keppa öll fyrir lið Byko. Mynd: Gangmyllan

Niðurstöður úr parafiminni í Suðurlandsdeildinni

Fyrsta mót Suðurlandsdeildarinnar fór fram í gær en keppt var í parafimi í reiðhöllinni á Hellu. Lið Byko fór mikinn en liðið endaði í fyrsta og öðru sæti. Eftir forkeppni voru þau efst Elin Holst á Spurningu frá Syðri-Gegnishólum og Sævar Örn Sigurvinsson á Huld frá Arabæ en þau hlutu 7,23 í einkunn. Önnur voru þau Brynja Amble Gísladóttir á Silfru frá Syðri-Gegnishólum og Árni Sigfús Birgisson á Fjöður frá Hrísakoti með einkunnina 6,94.

Í úrslitum höfðu pörin sæta skipti en Brynja og Árni unnu parafimina með 7,25 í einkunn, í öðru sæti urðu þau Elin og Sævar með 7,10 í einkunn og í þriðja sæti urðu þeir Sigurður Sigurðarson á Rauðu-List frá Þjóðólfshaga 1 og Hallgrímur Óskarsson á Ný Dönsk frá Lækarbakka með 6,98 í einkunn, en þeir kepptu fyrir lið krappa.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá niðurstöður úr úrslitum, forkeppni og í liðakeppninni.

Niðurstaðan í liðakeppninni

Sæti Lið Stig
1 Byko 110
2 Krappi 100
3 Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 90
4 Nonnenmacker 86
5 Smiðjan Brugghús 82
6 Húsasmiðjan 63
7 Slippfélagið 59
8 Töltrider 58
9 MúrX/Klúbbhús 42
10 Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 34
11 Vesturkot 32
12 Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær 28
13 Fet 16
14 Efsta-Sel 6

Niðurstöður – A úrslit – Parafimi

Sæti. Lið – Knapi/hestur Knapi/hestur – Einkunn
1. Byko – Brynja Amble Gísladóttir / Silfra frá Syðri-Gegnishólum Árni Sigfús Birgisson / Fjöður frá Hrísakoti – 7,25
Æfingar: 7,0 – 6,8
Gangtegundir: 7,4 – 7,4
Framkvæmd, reiðmennsku og fjölhæfni: 7,5 – 7,5

2. Byko – Elin Holst / Spurning frá Syðri-Gegnishólum Sævar Örn Sigurvinsson / Huld frá Arabæ – 7,10
Æfingar: 6,5 – 6,8
Gangtegundir: 7,4 – 7,3
Framkvæmd, reiðmennsku og fjölhæfni: 7,3 – 7,3

3. Krappi – Sigurður Sigurðarson / Rauða-List frá Þjóðólfshaga 1 Hallgrímur Óskarsson / Ný Dönsk frá Lækjarbakka – 6,98
Æfingar: 6,8 – 6,7
Gangtegundir: 7,1 – 7,1
Framkvæmd, reiðmennsku og fjölhæfni: 7,0 – 7,2

4. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún – Arnhildur Helgadóttir / Draumhyggja frá Eystra-Fróðholti Hafþór Hreiðar Birgisson / Tónn frá Hjarðartúni – 6,97
Æfingar: 6,4 – 6,3
Gangtegundir: 7,3 – 7,3
Framkvæmd, reiðmennsku og fjölhæfni: 7,3 – 7,3

5. Krappi – Lea Schell / Silfá frá Húsatóftum 2a Sara Pesenacker / Sefjun frá Skíðbakka III – 6,87
Æfingar: 6,6 – 6,3
Gangtegundir: 7,1 – 6,8
Framkvæmd, reiðmennsku og fjölhæfni: 7,3 – 7,2

6. Smiðjan Brugghús – Bjarney Jóna Unnsteinsd. / Dökkvi frá Miðskeri Vilborg Smáradóttir / Sigur frá Stóra-Vatnsskarði – 6,79
Æfingar: 6,2 – 6,3
Gangtegundir: 7,0 – 7,4
Framkvæmd, reiðmennsku og fjölhæfni: 6,8 – 7,0

 

Niðurstöður – Forkeppni – Parafimi

Sæti. Lið – Knapi/hestur Knapi/hestur – Einkunn

1. Byko – Elin Holst / Spurning frá Syðri-Gegnishólum Sævar Örn Sigurvinsson / Huld frá Arabæ – 7,23

2. Byko – Brynja Amble Gísladóttir / Silfra frá Syðri-Gegnishólum Árni Sigfús Birgisson / Fjöður frá Hrísakoti – 6,94

3. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún – Arnhildur Helgadóttir / Draumhyggja frá Eystra-Fróðholti Hafþór Hreiðar Birgisson / Tónn frá Hjarðartúni – 6,89

4. Krappi – Sigurður Sigurðarson / Rauða-List frá Þjóðólfshaga 1 Hallgrímur Óskarsson / Ný Dönsk frá Lækjarbakka – 6,86

5. Krappi – Lea Schell / Silfá frá Húsatóftum 2a Sara Pesenacker / Sefjun frá Skíðbakka III – 6,83

6. Smiðjan Brugghús – Bjarney Jóna Unnsteinsd. / Dökkvi frá Miðskeri Vilborg Smáradóttir / Sigur frá Stóra-Vatnsskarði – 6,78

7. Nonnenmacker – Sigvaldi Lárus Guðmundsson / Safír frá Kvistum Katrín Eva Grétarsdóttir / Sif frá Þorlákshöfn – 6,75

8. Nonnenmacker – Helga Una Björnsdóttir / Bylgja frá Barkarstöðum Birna Olivia Ödqvist / Hvítasunna frá Flagbjarnarholti – 6,72

9. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún – Hekla Katharína Kristinsdóttir / Lilja frá Kvistum Gísli Guðjónsson / Sikill frá Árbæjarhjáleigu II – 6,71

10. Húsasmiðjan – Ólafur Þórisson / Askur frá Miðkoti Sarah Maagaard Nielsen / Djörfung frá Miðkoti – 6,68

11. Smiðjan Brugghús – Kristín Lárusdóttir / Strípa frá Laugardælum Guðbrandur Magnússon / Straumur frá Valþjófsstað 2 – 6,53

12. Slippfélagið – Vilfríður Sæþórsdóttir / Viljar frá Múla Sigurður Halldórsson / Gustur frá Efri-Þverá – 6,50

13. Klúbbhúsið/MúrX – Hákon Dan Ólafsson / Hátíð frá Hólaborg Þuríður Ósk Ingimarsdóttir / Styrkur frá Kvíarhóli – 6,46

14. Töltrider – Elín Árnadóttir / Prýði frá Vík í Mýrdal Brynjar Nói Sighvatsson / Iða frá Vík í Mýrdal – 6,43

15. Töltrider – Árný Oddbjörg Oddsdóttir / Adam frá Reykjavík Theodóra Jóna Guðnadóttir / Assa frá Þúfu í Landeyjum – 6,34

16. Húsasmiðjan – Davíð Jónsson / Tromma frá Skeiðvöllum Katrín Sigurðardóttir / Haukur frá Skeiðvöllum – 6,28

16. Slippfélagið – Þórdís Anna Gylfadóttir / Íkon frá Hákoti Hrefna María Ómarsdóttir / Selja frá Gljúfrárholti – 6,28

18. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð – Sanne Van Hezel / Völundur frá Skálakoti Selina Bauer / Fálki frá Kjarri – 6,27

19. Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær – Jóhann Kristinn Ragnarsson / Kvarði frá Pulu Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg / Gosi frá Reykjavík – 6,25

20. Vesturkot – Karen Konráðsdóttir / Lind frá Hárlaugsstöðum 2 Sandra Steinþórsdóttir / Gjöf frá Oddgeirshólum – 6,24

21. Fet – Bylgja Gauksdóttir / Goði frá Garðabæ Pálína Margrét Jónsdóttir / Árdís frá Garðabæ – 6,12

22. Vesturkot – Matthías Kjartansson / Aron frá Þóreyjarnúpi Arnar Heimir Lárusson / Flosi frá Búlandi – 6,11

23. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð – Vignir Siggeirsson / Jörfi frá Hemlu II Anne Tabea E. Krishnabhakdi / Askur frá Holtsmúla 1 – 6,08

24. Klúbbhúsið/MúrX – Benjamín Elísa Benedikta Andrésdóttir / Moli frá Ferjukoti – 6,07

25. Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær – Fríða Hansen / Sylgja frá Leirubakka Elín Hrönn Sigurðardóttir / Nói frá Hrafnsstöðum – 6,00

26. Efsta-Sel – Jón Óskar Jóhannesson / Örvar frá Gljúfri Halldóra Anna Ómarsdóttir / Öfgi frá Káratanga – 5,94

27. Efsta-Sel – Valdís Björk Guðmundsdóttir / Lind frá Svignaskarði Kristín Hermannsdóttir / Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti – 0,00

27. Fet – Hjörtur Magnússon / Viðar frá Skeiðvöllum Renate Hannemann / Hugrún frá Herríðarhóli – 0,00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar