1. deildin í hestaíþróttum Lið Heimahaga í 1. deildinni

  • 13. febrúar 2024
  • Fréttir
Liðakynning á liðum í 1. deildinni í hestaíþróttum

Undirbúningur fyrir 1. deildina í hestaíþróttum er hafinn en fyrsta mótið verður 23. febrúar og þá verður keppt í fjórgangi. Deildin hefur hafið liðakynningu og fimmta liðið sem deildin kynnir til leiks er lið Heimahaga

Hér fyrir neðan er liðakynningin á liði Heimahaga

Gunnhildur Sveinbjarnardóttir

Gunnhildur er menntaður sjúkraliði og starfar hjá Landspítalanum. Hún þjálfar hross í hestamannafélaginu Fáki og hefur margra ára keppnisreynslu. Sigrarnir eru ófáir en þar má meðal annars nefna nokkra Reykjavíkurmeistaratitla en einnig stóð hún uppi sem sigurvegari áhugamannadeildarinnar árið 2023.

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir

Guðmunda er í hestamannafélaginu Sleipni, hún er sjálfstætt starfandi og útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Guðmunda er þrautreynd í keppni en hún hefur meðal annars unnið unglingaflokk á Landsmóti ásamt því að vera Íslandsmeistari og Norðurlandameistari. Einnig var hún þriðja í einstaklingskeppninni í KS deildinni árið 2023.

Hákon Dan Ólafsson

Hákon er í hestamannafélaginu Fáki en starfar nú á Ingólfshvoli í Ölfusi. Hann hefur margra ára keppnisreynslu og hefur meðal annars orðið Íslandsmeistari ásamt því að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu árið 2019.

Jóhann Ólafsson

Jóhann er viðskiptafræðingur að mennt og starfar hjá íslenskum verðbréfum. Hann hefur verið viðloðandi keppni í mörg ár en hann meðal annars sigraði slaktaumtöltið í áhugamannadeildinni árið 2021 með einkunina 8,08.

Ríkharður Flemming Jenssen

Ríkharður er menntaður tannsmiður og starfar hjá RFJ tönnum ásamt því að stunda hestamennsku í hestamannafélaginu Spretti. Hann hefur yfir 20 ára reynslu í keppni og hefur sigrað áhugamannadeildina tvisvar sinnum ásamt því að verða Íslandsmeistari í fjórgang árið 2006 svo eitthvað sé nefnt.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar