1. deildin í hestaíþróttum Lið HorseDay í 1. deildinni

  • 6. febrúar 2025
  • Tilkynning
Liðakynning á liðum í 1. deildinni í hestaíþróttum

Liðakynning er hafin hjá 1. deildinni í hestaíþróttum en fyrsta liðið sem þau kynna til leiks er lið HorseDay.

Liðsmenn eru Anna Valdimarsdóttir, Friðdóra Friðriksdóttir töluverð endurnýjun hefur orðið í liðinu en ný inn í liðið koma Bergrún Ingólfsdóttir, Axel Örn Ásbergsson og Elín Magnea Björnsdóttir.

Anna Valdimarsdóttir hefur verið viðloðandi keppni í áratugi en hefur einbeitt sér að uppbyggingu tveggja fyrirtækja síðustu ár, ásamt fjölskyldu sinni, og hefur því minna sést á keppnisbrautinni. Annars vegar reka þau fyrirtækið Fákaland, sem framleiðir reiðtygi, og hins vegar Fákaland Export, sem sér um útflutning á hrossum. Meðfram fyrirtækjarekstri starfar hún á Fákssvæðinu, þar sem hún þjálfar og kennir, auk sem Anna eyðir hluta úr hverju ári í Þýskalandi við sömu störf. Hún hefur verið í íslenska landsliðinu bæði á Norðulandamóti og Heimsmeistaramóti og var í A-úrslitum í F1 2007 í Hollandi Hún vann Þýska meistaramótið í F1, varð Norðurlandameistari í V1 2006 í Danmörku og það sama ár var hún valin Hestaíþróttakona Íslands.

Axel Örn Ásbergsson er búfræðingur frá LBHÍ og með BSc í reiðmennsku og reiðkennslu frá Hólaskóla. Starfar við tamningar, þjálfun, kennslu og sölu hrossa í hestamiðstöðinni Dal í Mosfellsbæ. Er á sínu fyrsta ári í 1 deildinni.

Bergrún Ingólfsdóttir er menntaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum ásamt því að vera Einkaþjálfari. Hún starfar við tamningar og þjálfun hrossa í Kálfholti í Rangárvallasýslu auk þess sem hún hefur haft í nógu að snúast að kenna námskeiðið Knapaþjálfun sem hefur hlotið mikið lof. Bergrún hefur náð fínum árangri í keppni og ber þar hæst að nefna A úrslit í A-flokki gæðinga á síðastliðnu Landsmóti.

Elín Magnea Björnsdóttir Menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Starfar nú hjá hestamiðstöðinni Dal í Mosfellsbæ og er í hestamannafélaginu Herði.

Friðdóra Friðriksdóttir er menntaður þjálfari og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og er gæðingadómari. Hún starfar hjá fyrirtæki sínu Hestaval, àsamt fjölskyldu sinni, sem er á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Friðdóra hefur verið viðloðandi keppni frá barnsaldri og keppt mestmegnis í meistaraflokki með fínum árangri. Hún hefur meðal annars orðið Íslandsmeistari í 1. flokki, Suðurlands meistari, skeiðmeistari og margfaldur Hafnarfjarðarmeistari, sem og íþróttakona Sörla 2023.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar