Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Lið Hrossaræktarinnar að Strönd II

  • 15. febrúar 2025
  • Fréttir
Liðakynning í Samskipadeildinni

Næsta lið sem við kynnum til leiks fyrir Samskipadeildina, Áhugamannadeild Spretts 2025 er liðið Hrossaræktin Strönd II.
Liðið hefur tekið töluverðum breytingum. Frá síðasta ári eru Ásta Snorradóttir og Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir. Nýjar koma inn Svanbjörg Vilbergsdóttir, Erla Magnúsdóttir og Inga Dröfn Sváfnisdóttir. Fimm konur sem láta það ekki stoppa sig að vera allar í sitthvoru hestamannafélaginu !
Ásta Snorradóttir er liðsstjóri og Sindri Sigurðsson og Ásta Kara eru þjálfarar liðsins.

Ásta Snorradóttir, Hestamannafélaginu Geysi og Sörla, 44 ára, 167 cm, Sporðdreki
Erla Magnúsdóttir, Hestamannafélaginu Spretti, 36 ára, 173 cm, Tvíburi
Inga Dröfn Sváfnisdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni, 42 ára, 166.5 cm, Krabbi
Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir, Hestamannafélaginu Ljúf, 43 ára, 169 cm, Hrútur
Svanbjörg Vilbergsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla, 40 ára, 170 cm, Krabbi

Samskipadeildin rúllar af stað fimmtudaginn 20. febrúar. Frítt inn og veitingasalan verður á sínum stað.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.

Fylgið okkur á samfélagssmiðlum,

Instagram.com/ahugamannadeildspretts – facebook.com/ahugamannadeildin

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar