1. deildin í hestaíþróttum Lið KIDKA/Hestakofa í 1. deildinni

  • 1. febrúar 2024
  • Tilkynning
Liðakynning á liðum í 1. deildinni í hestaíþróttum

Undirbúningur fyrir 1. deildina í hestaíþróttum er hafinn en fyrsta mótið verður 23. febrúar og þá verður keppt í fjórgangi. Deildin hefur hafið liðakynningu og fyrsta liðið sem deildin kynnir til leiks er lið KIDKA/Hestakofi.

Hér fyrir neðan er liðakynningin á liði KIDKA / Hestakofa

KIDKA er þekkt fyrir framleiðslu á íslenskum ullarvörurum. Vinsælu Kidka Undirdýnurnar og Hestaábreiðurnar er orðin þekkt í hestaheiminum, ásamt peysum og öðru.

HESTAKOFI er nýtt vörumerki á Íslandi, sem stendur fyrir umhirðu vörur úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum.

Elvar Logi Friðriksson

Elvar Logi er búsettur á Hvammstanga en er fæddur og uppalinn á Varmalæk í Skagafirði. Starfar sem tónlistarkennari en hefur stundað tamningar og þjálfun hrossa frá blautu barnsbeini. Hefur verið í KS deildinni og Vesturlands deildinni síðustu ár oft með ágætis árangri. Var í A úrslitum á Fjórðungsmóti í sumar í A flokk á Teningi frá Víðivöllum fremri og verða þeir saman í vetur.

Eysteinn Kristinsson

Eysteinn starfar við tamningar í Söðulsholti með kærustu sinni. Hann er á fyrsta ári í fullorðinsflokki en hefur keppt mikið í yngri flokkum og á þar meðal annars Íslandsmeistaratitla og varð Norðurlandameistari á síðasta Norðurlandamóti.

Haukur Bjarnason

Borgfirskur allan tímann og menntaður reiðkennari. Býr á hrossaræktarbúinu Skáney ásamt fjölskyldu og starfar við allt sem viðkemur hestum og tengt þeim til að mynda tamningar, ræktun, sölu, kennslu og dómgæslu. Haukur hefur verið í Vesturlandsdeild og Meistaradeild KS síðustu ár. Aldrei vandamál bara lausnir þar sem Haukur er.

Randi Holaker

Randi kemur upphaflega frá Noregi, er menntuð reiðkennari, starfar við LBHÍ, auk þess að sinna tamningum, reiðkennslu og að grípa í dómstörf . Býr á hrossaræktarbúinu Skáney í Borgarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Randi hefur verið þátttakandi í Vesturlandsdeildinni og Meistaradeild KS síðustu ár með góðum árangri.

Siguroddur Pétursson

Búsettur í Stykkishólmi og vinnur sem sjálfstætt starfandi verktaki. Er búinn að vera starfandi tamningamaður í nokkur ár og rekið tamningastöð á suður- og vesturlandi lengst af í Hrísdal á Snæfellsnesi. Er búinn að vera keppandi í Meistaradeildinni í nokkur ár og í vesturlandsdeildini frá upphafi með ágætis árangri.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar