1. deildin í hestaíþróttum Lið Vindáss / Hestavals í 1. deildinni

  • 8. febrúar 2024
  • Fréttir
Liðakynning á liðum í 1. deildinni í hestaíþróttum

Undirbúningur fyrir 1. deildina í hestaíþróttum er hafinn en fyrsta mótið verður 23. febrúar og þá verður keppt í fjórgangi. Deildin hefur hafið liðakynningu og fjórða liðið sem deildin kynnir til leiks er lið Vindáss / Stóðhestavals

Hér fyrir neðan er liðakynningin á liði Vindáss / Stóðhestavals
Auður Stefánsdóttir
Auður Stefánsdóttir stundar hestamennsku í Spretti og kennir hross sín við Vindás í Hvolhreppi. Hún hefur stundað hestamennsku frá barnæsku en keppnisskóna tók hún fram að nýju fyrir fáum árum síðan eftir langt hlé. Hestamennskan er áhugamál og ástríða en Auður starfar hjá Icelandair. Markmið Auðar er að keppa sem mest á hestum frá Vindási eins og kostur er.
Birna Oliva Ödquist
Birna Oliva Ödquist starfar við tamningar og þjálfun á Fákshólum í Ásahreppi og hefur gert undanfarin ár. Hún hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og útskrifaðist vorið 2021 sem tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Birna keppti mikið í yngri flokkum og kom aftur öflug inn sem keppnismaður á síðastliðnu ári eftir að hafa tekið því rólega á námsárunum.
Hermann Arason
Hermann Arason stundar hestamennsku í Spretti og hross hans eru kennd við Vindás. Hann byrjaði í hestamennsku fyrir 10 árum en hafði kynnst hestum sem barn Hann hóf sinn keppnisferil fyrir örfaum árum síðan. Hermann starfar sem framkvæmdastjóri en hestamennskan er áhugamál og lífstíll.
Kristín Ingólfsdóttir
Kristín Ingólfsdóttir stundar hestamennsku í Sörla í Hafnarfirði þar sem hún hefur stundað hestamennsku með fjölskyldu sinni frá barnæsku. Hún hefur verið öðul á keppnisbrautinni síðustu ár með fínum árangri. Kristín starfar sem útfararstjóri hjá Útfararþjónustu Hafnafjarðar.
Vilborg Smáradóttir
Vilborg Smáradóttir er búsett í Hallstúni í Holtum þar sem hún stundar hestamennsku. Hún er framkvæmdastjóri og bókari að atvinnu og rekur einnig hestaleigu í Vík í Mýrdal. Vilborg hefur verið ötul á keppnisbrautinni í tæp 10 ár með góðum árangri og mörgum sætum sigrum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar