Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum Liðakynning Vesturlandsdeildarinnar

  • 23. janúar 2023
  • Tilkynning
Næsta lið sem deildin kynnir til leiks er lið Uððsteypu

Annað liðið sem við kynnum til leiks er lið Uppsteypu. Liðsmenn eru eftirtaldir:

Randi Holaker, liðsstjóri: Randi kemur upphaflega frá Noregi, starfar sem verkefnastjóri Reiðmannsins og er reiðkennari við LBHI auk þess að sinna tamningum og kennslu heima á Skáney sem kennslu erlendis. Vann einstaklingskeppni Vesturlansdeildarinnar síðastliðinn vetur. Randi hefur verið þátttakandi í deildinni frá byrjun oft með mjög góðum árangri.

Elvar Logi Friðriksson: Skagfirskur Húnvetningur sem starfar sem tónlistarkennari. Og hoppar á bak í frístundum. Hefur oft náð góðum árangri í hinum ýmsu deildum. Heldur uppi stemmingu þar sem hann eða fleiri koma saman.

Fredrica Fagerlund: Er Finnsk að uppruna en hefur búið og starfað lengi á Íslandi. Hún er reiðkennari og tamningamaður að mennt og sinnir tamningum og reiðkennslu á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ. Fredrica hefur verið iðin á keppnisvellinum undanfarin ár. Hefur m.a. vakið eftirtekt fyrir glæsilegrar sýningar á hesti sínum Stormi frá Yzta Felli.

Leifur G Gunnarsson: Leifur er Húnverskur að upplagi en styttist í að mega teljast til Borgfirðinga. Starfar sem tamningamaður á Skipaskaga og leynir sér ekki árangurinn þar á bæ. Hann er menntaður reiðkennari og tamningamaður frá Háskólanum á Hólum. Leifur hefur náð góðum árangri í keppni, sýnt og þjálfað fyrir kynbótasýningar með góðri útkomu.

Haukur Bjarnason: Borgfirskur allan tímann, starfar við allt sem viðkemur hestum og tengt þeim t.d. temja, rækta, selja, kenna og dæma. Verið þátttakandi í deildinni frá upphafi oft með ágætum árangri. Aldrei vandamál bara lausnir þar sem Haukur er.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar