Ljúfur frá Torfunesi til notkunar í Oddhóli

  • 30. júní 2020
  • Fréttir

Ljúfur frá Torfunesi tekur á móti hryssum á Oddhóli í sumar. Ljúfur er þekktastur fyrir að vera ríkjandi LM sigurvegari í tölti og hefur einnig hlotið hina eftirsóttu einkunn 10 fyrir tölt í kynbótadómi, ásamt 9.5 fyrir hægt tölt, fegurð í reið og vilja.

Ljúfur er taugasterkur, traustur, viljugur og þjáll. Hefur burðarkraft, spyrnu og alvöru rými á tölti. Ásamt því að vera með allar gangtegundir góðar.

Hann er undan Gruni frá Oddhóli sem er fyrrverandi LM sigurvegari í tölti og hefur gefið marga farsæla keppnishesta. Grunur hefur einnig hlotið 1v fyrir afkvæmi.
Móðir Ljúfs er Tara frá Lækjarbotnum sem sigraði barnaflokkinn á LM2002 með Heklu Katarínu Kristinsdóttur. Tara á fjögur 1v afkvæmi.

Afkvæmi Ljúfs eru spennandi, þau hafa sterka yfirlínu og flottar hreyfingar.
Það kostar 150þús undir hann. Innifalið er tollurinn, girðingargjald, 1 sónarskoðun og vsk)
Upplýsingar veita Árni 8670111, Sylvía 8969608, email: sylvia84@me.com

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar