Lokakvöld Meistaradeildarinnar á föstudagskvöld

Á föstudaginn næsta, 4. apríl nk., fer fram lokamót Meistaradeildar Líflands þar sem keppt verður í Tölti T1 og flugskeiði í gegnum höllina. Keppni hefst stundvíslega klukkan 19:00 í HorseDay Höllinni, Ingólfshvoli á Tölti.
LÍFLAND býður frítt í stúkuna að þessu sinni fyrir alla sem mæta en fyrir þá sem vilja gera kvöldið enn betra verður að vanda glæsilegt steikarhlaðborð á staðnum og þeir sem panta fyrir fram fá frátekið sæti á besta stað í stúkunni.
Húsið opnar klukkan 17:00 og er tilvalið að koma með fjölskyldunni eða vinahópnum og njóta áður en keppnin hefst.
Fyrir þá sem komast ekki í höllina verður keppnin sýnd í beinni útsendingu á www.eidfaxitv.is þar sem hægt verður að fylgjast með keppninni og kappkostað verður að senda stemninguna úr höllinni heim í stofu!
Steikarhlaðborð og frátekið sæti í stúkunni!
Hlaðborðið er hlaðið dýrindis veitingum, kjöti og fjölbreyttu meðlæti, steiktu og fersku grænmeti og bragðgóðum sósum. Þetta er veisla sem kitlar bragðlaukana!
– Verð 4.990 kr. Pantaðu HÉR.
Ásamt hlaðborðinu eru í boði úrval veitinga í veislusal HorseDay hallarinnar!
Það er óhætt að segja að mikil spenna ríki í stigakeppninni, bæði í einstaklings- og liðakeppninni, og stutt á milli efstu sæta. Eyrún Ýr Pálsdóttir leiðir einstaklingskeppnina fyrir lokakvöldið en einungis tveimur stigum á eftir henni er Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með 40 stig, Ásmundur Einar Snorrason í þriðja sæti með 39 stig og Þorgeir Ólafsson þar á eftir með 33.5 stig.
Liðakeppnin er ekki síður spennandi en lið Sumarliðabæjar leiðir með 240.5 stig en fast á hæla þeirra, aðeins einu stigi frá með 239.5 stig, eru tvö lið – Hjarðartún og Topreiter. Þar á eftir kemur lið Ganghesta/Margrétarhofs með 218.
Þar sem keppt er í tveimur greinum á lokakvöldinu er nóg af stigum eftir í pottinum og alveg óljóst hverjir hver úrslitin verða í Meistaradeild Líflands 2025!
Ekki láta það fram hjá þér fara hverjir muni standa uppi sem sigurvegarar Meistaradeildar Líflands 2025!
Sjáumst á föstudaginn !