Lokamót B.E meistaramóts æskunnar

  • 11. maí 2022
  • Fréttir
Margt var um manninn en seinna um daginn fór fram lokamótið í G. Hjálmarssondeildinni

Sunnudaginn 1 maí fór fram lokamótið í B.E meistarmóti Æskunnar hérna hjá okkur í Létti. Gaman var að sjá hve margir mættu til leiks og stóðu þau sig mjög vel öll sömul. Keppt var í T3 barnaflokki og T1 í unglinga og ungmennaflokki sem og keppt var í skeiði í unglinga og ungmennaflokki. Þau börn sem vildu spreyta sig í skeiði tóku þátt í unglingaflokk.

Í barnaflokki leiddi Guðrún Elín á Rökkva sínum frá Miðhúsum með 6.16 í einkunn en fast á hæla hennar var Arnór Darri og Brimar með 5.93. Þau héldust í hendur í úrslitum og enduðu með sömu einkunn, en eftir dómararöðin var það Guðrún Elín sem hlaut 1 sætið.

Í unglingaflokk var það Auður Karen Auðbjörnsdóttir sem leiddi með þau Eldar frá Efra-Holti 6.83 og Glettu frá Hryggstekk með 6.8 í einkunn. Ákvað hún að taka Glettu í úrslitin og gaf ekkert eftir hélt 1 sætinu með 7.11 í einkunn.

Í ungmennaflokk var það Egill Már Þórsson sem leidd með hin rauðblesótta Hrygg frá Hryggstekk en þeir félagar hlutu 6.63 í einkunn, þeir héldu sínu sæti í úrslitum þrátt fyrir harða atlögu annar knapa.

Í skeiði í unglingaflokki var það Auður Karen Auðbjörnsdóttir sem sigraði á Hörpu frá Höskuldsstöðum á 5.47 sekúndum.

Ungmennaflokkin sigraði svo Hulda Siggerður Þórissdóttir á henni Áttund frá Hrafnagili á 5.8 sekúndum.

Úrslit í T3 barnaflokk
1.-2. Guðrún Elín Egilsdóttir og Rökkvi frá Miðhúsum 6.38
1.-2. Arnór Darri Kristinsson og Brimar frá Hofi 6.38
3. Ylva Sól Agnarsdóttir og Magni frá Dallandi 5.22
4. Áróra Heiðbjört Hreinsdóttir og Gullbrá frá Vatnsleysu 4.77
5. Viktor Arnbro Þórhallsson og Hljóður frá Sauðafelli 4.66

Úrslit unglingaflokkur T1
1. Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Gletta frá Hryggstekk 7.11
2. Bil Guðröðardóttir og Dögun frá Viðarholti 6.66
3. Embla Lind Ragnarsdóttir og Mánadís frá Litla-Dal 6.33
4. Sveinfríður Ólafsdóttir og Þruma frá Akureyri 5.77
5. Aldís Arna Óttarsdóttir og Þokki frá Úlfsstöðum 5.27

Úrslit ungmennaflokkur T1
1. Egill Már Þórsson og Hryggur frá Hryggstekk 6.94
2. Eyþór Þorsteinn Þorvarsson og Jónína frá Ytri- Bægisá I 6.44
3. Anna Kristín Auðbjörnsdóttir og Blíða frá Aðalbóli 1 6.16
4. Hulda Siggerður Þórisdóttir og Mánadögg frá Rifkelsstöðum 2 5.55
5. Sofia Anna Margareta Baeck og Jarl frá Sámsstöðum 5.44

Úrslit unglingaflokkur skeið
1. Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Harpa frá Höskuldsstöðum 5.47
2. Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Smekkur frá Högnastöðum 5.52
3. Sandra Björk Hreinsdóttir og Dagur frá Björgum 5.55
4.-5. Margrét Ásta Hreinsdóttir og Tvistur frá Garðshorni 5.62
4.-5. Bil Guðröðardóttir og Svarta Rós frá Papafirði 5.62

Úrslit skeið ungmennaflokkur
1. Hulda Siggerður Þórisdóttir og Áttund frá Hrafnagili 5.8
2. Eyþór Þorsteinn Þorvarsson og Auður frá Ytri- Bægisá I 5.87
3. Védís Baldursdóttir og Maren frá Vestri- Leirárgörðum 5.98
4. Egill Már Þórsson og Sigur frá Ánastöðum 6.39
5. Anna Kristín Auðbjörnsdóttir og Þristur frá Tjarnarlandi 7.2

Nánari úrslit eru í Kappa appinu

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar