Noregur Lukku-Blesi í stuði á norska meistaramótinu

  • 8. september 2025
  • Fréttir

Lukku-Blesi og Christina Lund ljósmynd: Tina Johansen

Norska meistaramótið í gæðingakeppni fór fram um helgina

Meistaramót Noregs í gæðingakeppni fór fram núna um helgina í Tresfjord, keppt var í hefðbundnum flokkum gæðingakeppninnar auk gæðingatölts.

Eitt helsta afrek mótsins verður að teljast sýning Christinu Lund á Lukku-Blesa frá Selfossi en hann hlaut hvorki meira né minna en 8,97 í forkeppni í B-flokki. Í úrslitum var einkunnin 9,27 og öruggur sigur í B-flokki raunin en annar varð Tígull frá Kleiva og Gabrielle Severinsen með 8,97.  A-flokk gæðinga vann Spaði frá Barkarstöðum og Stian Pedersen með einkunnina 8,64 í úrslitum en þeir voru einnig efstir að lokinni forkeppni með 8,55.

Í unglingaflokki sigraði Saga Knutsen keppinauta sína á Ými frá Selfossi með einkunnina 8,53. B-flokk ungmenna vann Elisa Lund Iskov á Þormari frá Neðri-Hrepp með 8,48 í einkunn og í A-flokki ungmenna var það Herman Gundersen á Vésteini frá Bakkakoti sem efstur stóð með 8,50 í einkunn.

Þá var einnig keppt í gæðingatölt og í þeirri keppnisgrein í fullorðinsflokki var það Lukku-Blesi sem sigraði með 9,17 í einkunn. Gæðingatölt unglinga vann Saga Knutsen á Ými og í ungmennaflokki Herman Gundren á Vésteini.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar