Meðaltal eiginleika í hæfileikadómi – Uppfærð frétt

  • 13. desember 2019
  • Fréttir
Hér í gær var birtur listi sem innihélt öll þau hrossaræktarbú sem náðu þeim frábæra árangri að sýna 5 hross eða fleiri í kynbótadómi á árinu.

Á listanum var meðaltal allra eiginleika sem dæmdir eru í kynbótadómi og einnig meðaltal hæfileikaeinkunnar, auk meðalaldurs og fjölda sýndra hrossa.

Í listanum var þó að finna leiðinlegar villur sem núna hafa verið leiðréttar, en glöggur lesandi síðunnar sá þessar villur og benti höfundi greinarinnar á þær, þakka ég viðkomandi ábendinguna.

Núna er von mín að listinn sé réttur. Örlítil breyting hefur þó verið gerð og er hún sú að á listanum birtast eingöngu þau bú sem náðu þeim magnaða árangri að sýna 5 hross eða fleira á árinu og vera með 8,00 eða hærra í meðaleinkunn hæfileikaeinkunnar.

Alls sýndu 55 hrossaræktarbú 5 hross eða fleiri en af þeim náðu 29 þeirra 8,00 eða hærra í meðaleinkunn hæfileikaeinkunnar.

Í listanum sést í hvaða landi ræktunarbúið er staðsett, fjölda sýndra hrossa (N) þar sem hvert hross telst einu sinni og þá hæsti dómur þess. Meðaleinkunn allra eiginleika sem dæmdir eru í hæfileikadómi og að lokum meðalteinkunn hæfileika.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<