Meintar Aliendur gera óskunda í Borgarnesi

  • 8. júlí 2021
  • Fréttir

Skjáskot frá útsendingu Alendis af andasmölun kynbótadómara og sýnenda í Borgarnesi.

Málshátturinn Allt getur gerst á ansi oft við en sjaldan eða aldrei hefur hann þó lýst aðstæðum jafn vel og á kynbótasýningu á Fjórðungsmóti í morgun.

Fyrsti stóðhestur í brautina í morgun var Blæsir frá Hægindi sýndur af Agnari Þór Magnússyni en þeir lentu í því óheppilega atviki að 20 endur höfðu tekið sér bólfestu í skógarrjóðrinum við kynbótabrautina. Agnari var nóg boðið og eftir að hafa gert heiðarlega tilraun til þess að fæla endurnar burtu tilkynnti hann að ekki væri hægt að bjóða upp á þessar aðstæður. Í kjölfarið mætti hópur fólks á kynbótabrautina og tók til við það að reyna að koma öndunum í hæfilega fjarlægð frá kynbótavellinum.

Það virðist hafa tekist því sýning fimm vetra stóðhesta er nú í gangi, en ekkert fréttist af líðan andanna. Ekki hefur fengist staðfesting á að hvaða tegund þær eru en getgátur eru uppi um að um aliendur hafi verið að ræða.

Atvikið má sjá á Alendistv og sjón er sögu ríkari.

 

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar