Meistaradeild Ungmenna og Dýralækna Sandhólaferju 2021 Meistaradeild Ungmenna og Dýralækna Sandhólaferju 2022

  • 14. janúar 2022
  • Fréttir
Liðakynning 3
Þriðja liðið sem við kynnum til leiks er
 Team Hrímnir.
Liðstjórinn er Benedikt Ólafsson.
Fyrsti liðsmaður er Hulda María Sveinbjörnsdóttir.
Hulda er 17 ára og er í Verslunarskóla Íslands, hún er í
Hestamannafélaginu Spretti og er einnig með hestana sína þar.
Lífsmottóið hennar er að það er betra að vera sæt og sein heldur en fljót
og ljót. Uppáhalds maturinn hennar er Wellington með bernais eða sushi
og uppáhalds drykkur er kókómjólk.
Annar liðsmaður er Sigurður Baldur Ríkharðsson.
Sigurður er 17 ára og er í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ, hann er í
Hestamannafélaginu Spretti og er einnig með hestana þar. Lífsmottóið
hans er if it makes dollars it makes sense. Uppáhalds maturinn hans er
nautasteik og uppáhalds drykkurinn er pepsi max.
Þriðji liðsmaður er Signý Sól Snorradóttir.
Signý er 17 ára gömul og er í Fjölbrautarskóla Suðurnesja, hún er í
Hestamannafélaginu Mána og er einnig með hestana þar. Lífsmottóið
hennar er öll reynsla gerir mig að því sem ég er, bæði góð og slæm.
Uppáhaldsmaturinn hennar er pizza og uppáhalds drykkur er Nocco.

Fjórði liðsmaðurinn er Benedikt Ólafsson
Benedikt er 18 ára, hann er í starfsnámi sem smiður og er einnig að taka
áfanga í fjarnámi til stúdentsprófs. Hann er með hestana sína heima á
Ólafshaga í Mosfellsdal og er stoltur Harðarfélagi. Lífsmottóið hans
innrifótur í ytri taum. Uppáhalds matur er hrossalund með heimagerðri
bernais, það er ekkert sem toppar það og uppáhalds drykkur er pepsi
max.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar