Meistaradeild Ungmenna og Top Reiter 2024

Fyrsta mótið verður haldið 2. febrúar og líkt og síðustu ár mun Alendis streyma beint frá deildinni en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá deildinni.
„Top Reiter verður aðalstyrktaraðili Meistaradeildar Ungmenna 2024 og er það annað árið sem þau styrkja deildina. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn,“ segir einnig í tilkynningunni.
Dagsetningar eru eftirfarandi:
Föstudagur 2.febrúar – fjórgangur V1
Föstudagur 16.febrúar – fimmgangur F1
Laugardagur 9.mars – Gæðingalist
Föstudagur 22.mars – slaktaumatölt T2
Laugardagur 6.apríl – Tölt T1 og skeið í gegnum höllina
Öll keppniskvöldin/keppnisdagar fara fram í Horse Day höllinni Ingólfshvoli í Ölfusi. Níu keppnislið munu etja kappi næsta keppnistímabil og ætlar stjórn deildarinnar að kynna liðin í upphafi nýs árs 2024.