Meistaradeild Ungmenna og Top Reiter 2023 Meistaradeild Ungmenna og Top Reiter 2024

  • 17. nóvember 2023
  • Tilkynning
Dagsetningar eru klára fyrir Meistaradeild ungmenna og Top Reiter fyrir keppnistímabilið 2024.
Fyrsta mótið verður haldið 2. febrúar og líkt og síðustu ár mun Alendis streyma beint frá deildinni en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá deildinni.
„Top Reiter verður aðalstyrktaraðili Meistaradeildar Ungmenna 2024 og er það annað árið sem þau styrkja deildina. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn,“ segir einnig í tilkynningunni.
Dagsetningar eru eftirfarandi:
Föstudagur 2.febrúar – fjórgangur V1
Föstudagur 16.febrúar – fimmgangur F1
Laugardagur 9.mars – Gæðingalist
Föstudagur 22.mars – slaktaumatölt T2
Laugardagur 6.apríl – Tölt T1 og skeið í gegnum höllina
Öll keppniskvöldin/keppnisdagar fara fram í Horse Day höllinni Ingólfshvoli í Ölfusi. Níu keppnislið munu etja kappi næsta keppnistímabil og ætlar stjórn deildarinnar að kynna liðin í upphafi nýs árs 2024.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar